Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 28
102
Tímarit logfræÖinga
20000 kr. sekt (sbr. bls. 93—94) aS heimilt væri að kyrr-
setja slíka muni, ef þeir væru komnir í hendur viðtak-
anda. Um sektarhæð er það athugandi, að ekki skiptir
máli, hversu há sekt kann aS verSa dæmd fyrir brotið,
heldur það, hvort við því broti geti sektin orðið að lögum
20000 kr. hámarkssekt eða hærri, 44. gr.
Hlustanir á samtöl í síma sökunautar hafa verið úr-
skurðaðar í tveimur flokkum mála, eins og kunnugt er.
Deilt var um það, hvort slíkar hlustanir væru heimilar eftir
stjórnarskránni. Hún geymir engin ákvæði um það sérstak-
lega, enda má ætla, að hæstiréttur hafi talið heimild til
þessa samkvæmt dómsúrskurði, því að engar athugasemd-
ir voru gerðar þar um þessa ráðstöfun. Nú er svo mælt
um þetta atriði í 47. gr. laganna, að hlustanir séu heim-
ilar í síma sökunautar, þegar 1) öryggi ríkisins krefst
þess eða 2) þegar um mikilsverð sakamál er að ræða.
— Þegar um öryggi rikisins er að tefla, þá verður þess
víst að krefjast, að grunur sé kominn upp um það, að til-
tekinn maður eða tilteknir menn séu að brugga einhver
launráð hættuleg öryggi ríkisins, hvort sem væntanlegar
athafnir þeirra stefna að áróðri eða uppreisn eða eru í
þágu erlends valds annars. Sá maður eða þeir menn, sem
grunaðir eru, eru þá orðnir sökunautar. Dómari verður að
sjálfsögðu að meta það, hvort grunur sé nægilega sterkur
til þess að slík ráðstöfun sé verjandi. Aðgætandi er, að
hlustun í ákveðinn síma verður jafnframt hlustun í síma
þess, er sökunautur talar við, svo að hlustandi kann að fá
vitneskju um ati'iði, sem þeim manni kann að vera sárt
um, enda þótt þau standi alls ekki í sambandi við neitt
glæpsamlegt af hans eða annarra hálfu.
1 frv. var heimild til símahlustana bundin því skilyrði,
að brot varðaði a. m. k. 2 ára refsivist. Þessu er breytt
svo, að málið sé mikilsvert sakamal. öryggi ríkisins er
alltaf talið fullnægja þessu skilyrði. Annars fer þetta
atriði að álitum. Og þar skiptir refsihæðin alls ekki ein-
göngu máli. Brot, sem eingöngu varða sektum eða refsi-
vist undir 2 árum, geta þótt svo mikilsverð, að símahlust-