Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 89
Meöferö opinberra mála
1G3
aðilja í rannsókn málsins hafi verið vítaverð eða jafnvel
þótt telja megi aðilja að nokkru orsök í sakfellisdómi sín-
am, t. d. með því að skýra ekki frá atviki, sem hefði sann-
að alibi hans frá brotastað. Það er hér nægilegt til bóta-
skyldu, aS aSili ho.fi verið saklaus sakfelldur. Einungis er
heimilt að lækka bætur eftir sök aðilja á röngum áfellis-
dómi. Ekki er það heldur skilyrði bótaskyldu, að þeir opin-
berir starfsmenn, sem að máli aðilja hafa unnið, hafi fram-
ið nokkurt skyldubrot. Dómara gat verið óhjákvæmilegt
að dæma svo sem hann gerði, eins og málið horfði þá við.
En hitt má vera, að það yrði nokkru látið skipta um bóta-
hæS, ef aðgerðir dómara eða annarra, sem um mál hafa
fjallað, þykja ámælisverðar.
1 154.—157. gr. segir um meðferð bótakröfu, ábyrgð rík-
issjóðs á greiðslu hennar og um endurgreiðslu, ef sá grund-
völlur, sem hún var dæmd eða úrskurðuð á, reynist ekki
hafa verið fyrir hendi, og um fyrningu kröfu. Fyrningar-
frestur er almennt 6 mánuðir frá því er aðilja varð kunn-
ugt um ákvörðun um niðurfall rannsóknar eða ákæru, upp-
kvaðning sýknudóms eða lausn úr refsivist. Þessi stutti
fyrningarfrestur sýnist eiga við öll þau tilvik, þar sem
krafizt er bóta samkvæmt XVIII. kafla laganna eingöngu.
En þar sem bótakrafa á hendur opinberum starfsmanni,
sem jafnframt hefur gerzt eða ætla má hafa gerzt sekur
um refsivert brot í opinberu starfi, sýnist þessi fyrningar-
frestur ekki geta átt við. Lögreglumaður hefur t. d. skað-
Meitt handtekinn mann. Maðurinn reynist sekur. Rannsókn
eða ákæra hefur þá ekki fallið niður og málið leiðir til refsi-
dóms. Atvik þau, sem fyrningarfrestur er miðaður við,
gerast þá aldrei. Fyrningarfrestur bótakröfu á hendur lög-
veglumanni hlýtur þá að fara eftir ákvæðum 2. tölul. 10.
gi'. sbr. 16. gr. laga nr. 14/1905. Maður, sem verður fyrir
heilsuspjöllum í gæzluvarðhaldi og síðan er dæmdur sekur,
virðist eiga að hlíta sömu reglu sem hinn maðurinn. Sá, er
hlutur hans glatast í vörzlum lögreglumanns, sem lagt hef-
ur hald á hlutinn, einnig, o. s. frv.
Aðilja, er hafa vill uppi bótakröfu á hendur ríkis-