Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 43
MeÖfcrö opinberra mála
117
kjarna málsins varðar, skipta eða geta skipt miklu máli
um niðurstöðu dóms, enda koma staðreyndir, sem skapa
Hkur með sökunaut eða móti, til greina í svo að segja
hverju opinberu máli. 1 lögunum sjálfum, 2.—6. málsgr.
35. gr., er lögreglumönnum sérstaldega boðið að afla vit-
ueskju um staðreyndir, sem líkur skapa um staðreynd þá,
sem sanna skal (factum probandum), og sönnunargildi
þessara staðreynda er dómara boðið að meta. Löglíkum
þeim, sem ákveðnar voru fyrr í lögum um ákveðnar stað-
i'eyndir, eins og in óbeina sönnun þjófnaðar og hilmingar,
ei’ nú kastað fyrir róða. Hitt er sannað mál, að þær líkur,
sem áður voru löglíkur, sem dómari var bundinn við,
skipta vitanlega enn máli. Varzla þýfis getur auðvitað
enn skapað líkur gegn vörzlumanni um stuld eða hilm-
iugu, en dómari er frjálsari um mat á þýðingu þessara
staðreynda en hann var fyrrum.
4. 1 opinberum málum eru skýrslur vitna mjög mikil-
V£egt sönnunargagn, eins og í einkamálum. Með lögunum
hafa verið gerðar svo miklar breytingar á eldri lögum
uui vitni í opinberum málum, að segja má, að fullkomin
uýskipun hafi verið gerð um það efni. Þykir því hæfa að
Sera nokkuð rækilega grein fyrir ákvæðum XII. kafla,
89-—104. gr., laganna, sem greinir um vitni. Lögin skil-
&reina ekki hugtakiS vitni, og má því gera ráð fyrir því,
aÖ hafa megi hliðsjón af skilgreiningu þess í einkamálum.
a. Vitnaslcyldan. Það er aðalreglan eftir lögunum, eins
°g áður, aS öllum er skylt aS koma fyrir dóm í opinberu
máli 0g bera þar vitni, 89. gr. Vitni skal koma „fyrir
dóm“, 0g skilaboð til dómara eða skýrsla manns til dóm-
ara gefin utan dóms er því ekki lögmæt fullnæging vitna-
skyldunnar, enda má dómari ekki taka við slíkum skýrsl-
um (utanréttarvottorðum), nema þær séu gerðar að til-
hlutun dómara sjálfs eða lögreglumanns, 2. málsgr. 102.
Sr- Þetta er nýmæli, sem helgast af því, að slík vottorð
einstakra manna eru oft gefin að tilhlutan sökunauta og
^eynast léleg sönnunargöng. Vitanlega á þetta ekki við
embættisvottorð, sbr. 92. gr., né fornskjöl, þó að þau geymi