Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 56
130 Tímarit löyfræðinga hefur trúað verjanda fyrir um málstatvik eftir að hann hef- ur tekið vörnina að sér, 1. tölul. 94. gr. Verjanda er rétt og skylt að bera vitni um það, sem hann hefur fengið vitneskju um áður en hann tók vörn að sér, og verður að miða við þann tíma, er hann lofaði að hafa vörn á hendi, en ekki við skipun eða samþykki dómara á þeirri ráðstöfun. Og skýra má verjandi frá því fyrir dómi, sem hann hefur komizt að eftir að hann tók vörn að sér, ef sökunautur eða trúnaðarmaður hans hefur ekki átt þar hlut að máli. Það getur verið nauðsynlegt, að fullur trúnaður sé með sökunaut og verjanda til þess, að vörnin geti verið í góðu lagi. Iieimildarbresturinn varðar einungis það, sem söku- nautur kann að hafa sagt verjanda um „málsatvik“. Það er því ekki trúnaðarbrot, þó að verjandi skýri t. d. frá kvörtunum skjólstæðings um meðferð á sér í gæzluvarð- haldi eða í yfirheyrslum lögreglumanna eða dómara. Hins vegar tekur heimildarbresturinn til frásagnar fyr- ir dómi um málsatvik, sem óbeinlínis varðar sönnunarat- riðið, t. d. sögn sökunautar um vist sína á afbrotastað um það leyti, sem brot var framið, því að með því eru líkur skapaðar gegn sökunaut. Prestum, lækrium, Ijósmæðrum og lyfsölum er óheim- ilt að vera vitni um atriði, er varða einkahagi manna og þeim hefur verið trúað fyrir í starfa sínum, nema brot varði tveggja ára refsivist. Þetta ákvæði tekur til allra presta þjóðkirkjunnar og sennilega til löggiltra forstöðu- manna trúfélaga utan þjóðkirkjunnar. Athugandi er, hvort það taki einnig til uppgjafapresta, og verður slíkt varla ætlað. Þetta kann þó að vera vafasamt, með því að vel má vera, að maður standi enn í trúnaðarsambandi við fyrr- verandi prest sinn, en þó mælir það í móti, að manninum er rétt að snúa sér til sóknarprests síns og létta á samvizku sinni fyrir honum. Hvers kyns læknar lúta ákvæðum 94. gr., og verður að telja til þeirra alla þá, sem lækningaleyfi hafa, enda þótt takmarkað sé, svo sem tannlækna, nuddlækna, og jafnt embættislækna sem aðeins starfandi lækna, og uppgjafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.