Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 64
138
Tímarit lögfræSinga
orða þetta svo, að maðurinn væri ákærður fyrir það, að
hann hefði haft skammaryrði við sýslumann á þeim þing-
stað á tilteknum mánaðardegi. Orðin þyrfti ekki að greina.
Ef A er sakaður um það, að hann hafi haft fé af B með vís-
vitandi rangri sögusögn um þýðingarmikil atriði, þá ætti
að kalla brot hans fjársvik, o. s. frv. Loks skal nefna þær
lagagreinir, sem brotið varðar við. 1 fyrra dæminu ætti að
nefna 108. gr. hegnl., en í inu síðara 248. gr. þeirra. Sjálf-
sagt má nefna til vara fleiri en eina grein, sem kynnu að
eiga við.
3. Þær Jcröfur, sem gerðar eru á hendur sökunaut. Má
þar fyrst nefna refsikröfu. Mun óþarft að nefna sérstaka
refsitegund, þótt um fleiri en eina sé að velja, eins og
víðast er í almennum hegningarlögum. Ef brot getur varð-
að réttindamissi, þá ber að greina kröfu um það, enda er
þá rétt að nefna þau réttindi, sem ætlazt er til, að söku-
nautur verði sviptur, t. d. erfðarétt, sbr. 265. gr. hegnl.,
ökurétt o. s. frv., en nóg sýnist þó vera, að krefjast rétt-
indasviptingar samkvæmt tiltekinni lagagrein, t. d. 68. gr.
hegningarlaganna, 2. málsgr. 8. gr. laga nr. 25/1929 o. s.
frv. Samskonar er um kröfu um upptöhu eignar, skaöa-
bætur og mctlslcostnaöargreiðslu. Virðist rétt, að dómstólar
geri sæmilega strangar kröfur til nákvæmni í öllum þess-
um efnum, því að sökunautar og sakflytjendur eiga aldrei
að þurfa að gera nokkra leit að því, hvað ákærðum manni
er gefið að sök, eða hvaða kröfur eru gerðar á hendur hon-
um. Og því síður má það verða, að hann skorti af þeim
sökum vörn um nokkurt brot eða nokkura kröfu.
Það er höfuðregla, að sökunaut má aldrei dæma fyrir
aöra hegðun en þá, sem í ákæruskjali greinir, 118. gr. 3.
málsgr. Nú, þar sem einungis er skírskotað til lagabálks
í heild, lýsing er engin á broti né nánar tiltekið, hvar eða
hvenær það telst hafa verið framið og heiti þess í lögum
ekki heldur greint, þá má venjulega gera ráð fyrir því, að
eitthvert ákvæði lagabálksins eða einhver kafli tiltekinna
laga taki til þess. En eftir nýju lögunum má fremur verða,
að dómari líti svo á, að lagagrein sú, sem vitnað er til í