Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 13
Mcðferð opinberra mála
87
aðiljar, sem málið varðar að því leyti, heldur setja í stað-
inn önnur einkenni, t. d. bókstafi fyrir hvern slíkra aðilja.
Sökunaut sjálfan verður hann auðvitað að nafngreina með
venjulegum hætti, því að dómi skal fullnægja, eins og
annars.
Aðrar takmarkanir um heimild almennings til vitneskju
um það, sem gerist í rannsókn opinberra mála en þær,
sem nefndar hafa verið, geta að sjálfsögðu komið til
greina. Ef einstakur maður Ijær húsakynni sín til þing-
halds, svo sem ekki er ótítt utan kaupstaða, þá er honum
vafalaust heimilt að meina öllum öðrum inngöngu í þau
en dómara, þingvottum og öðrum þeim, sem nauðsynlegir
eru vegna rannsóknarinnar (sökunaut, vitnum o. s. frv.).
Auðvitað er dómara rétt og skylt að vísa einstökum mönn-
um á dyr, ef þeir trufla þinghald, hafa ósæmilegt orð-
bragð eða eru með öðrum hætti til sérstakra óþæginda.
Ef þinghald er fyrir opnum dyrum, er fréttamönnum
blaða og tímarita auðvitað jafnheimill aðgangur sem öðr-
um, en alls ekki framar. Þessum mönnum er einnig al-
mennt heimilt að birta fréttir af því, sem fer fram í þing-
haldi, en sektum eða varðhaldi varðar það hverjum þeim,
sem skýrir opinberlega, í ræðu eða riti, „vísvitandi eða
gálauslega" rangt eða villandi í verulegum atriðum eða
óþarflega særandi frá því, er gerist í opinberu máli, 161.
gr. Sjálfsagt geta rangar eða villandi skýrslur eða óþarf-
lega særandi frásögn falizt í' uppdráttum af mönnum eða
atriðum í rannsókn opinbers máls, og verður refsimæli
greinar þessarar einnig þá beitt.
Enda þótt dómari leyfi almenningi að vera við rann-
sókn opinbers máls, getur hann allt að einu bannað að
skýra opinberlega frá atriðum eða að gera uppdrætti eða
wiyndir af mönnum eða atriðum eða öðru, sem fram fer
í þinghaldi samkvæmt 161. gr. Opinber verður skýrsla af
þinghaldi, ef hún er birt í prentuðu máli, eða með öðrum
hætti, þannig að ótiltekinn fjöldi manna eigi þess kost að
kynnast henni. Hins vegar er það nægilegt til refsingar,
ef uppdráttur hefur verið gerður eða Ijósmynd tekin þrátt