Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 78
152
Tímarit löyfrœðinga
Um verjanda, hæfi hans, réttindi og skyldur, er áður
talað. Sækjanda má að eins skipa einhvern hæstaréttar-
lögmann eða héra ðsd&mslögmann, sem fengiö hefur lög-
gildingu dómsmálaráöherra til sóknar opinberra mála i
héraöi, 79. gr. Að þessu leyti er betur vandað til sækjanda
en verjanda. Þess skal gæta, að enginn sá sé skipaður sækj-
andi, sem gera mundi dómara óhæfan til dómsstarfa í því
máli.
Það er auðsætt, að sækjandi og verjandi verða að fá
sitt eintak hvor af skjölum málsins. Þann tíma, sem líður
milli tilkynningar um fyrsta þinghald og þess þinghalds,
skulu sakflytjendur nota til þess að undirbúa sókn og
vörn. Til þess þurfa þeir að kynna sér rækilega öll atriði
máls, þar á meðal, hvað rannsaka þurfi betur, ef því er
að skipta, og gera skulu þeir skrá um sakargögn, sem
athuga þarf, og þau vitni — og að sjálfsögðu matsmenn
—, sem þeir hugsa til að leiða. Samvinna á að vera milli
sakflytjenda um þessi efni. Er hentugt, að þeir geri skrá
þessa í félagi, enda fái þeir skrána dómendum í hendur
svo tímanlega, að þeir megi kynna sér efni hennar, 132.
gr. Ef dómendur fá enga slíka tilkynningu, þá eiga þeir
að mega líta svo á, að engar athugasemdir hafi verið gerðar
um þessi efni. Vitanlega getur orðið óhjákvæmilegt að
lengja frest, ef sakflytjendur fara þess á leit, t. d. vegna
forfalla, frestur hefur raunverulega verið settur of stutt-
ur o. s. frv. Frestur fer vitanlega eftir álitum dómara,
enda skiptir þar auðvitað miklu, hversu mál er umfangs-
mikið.
Á næsta (fyrsta) dómþingi skal mál þingfesta svo sem
mælt er í 121 gr. Þegar málsskjöl hafa verið lögð fram
og ákæra hefur verið lesin upp, þá skulu sakflytjendur
tjá sig um atriði, sem því kynnu að varða, að dómur yrði
ekki réttilega lagður á mál að efni til, 133. gr. Má um
þetta vísa til athugasemda um 124. gr. (bls. 145).
Dómari (formaður dóms) skal að sjálfsögðu tilkynna
ákærða stað og stund þinghalds og gera nauðsynlegar ráð-
stafanir til þess, að hann verði þar viðstaddur, enda má