Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 50
124 Tímarit lögfrœSinga ingu, og má úrskurður dómara verða kæruefni til hæsta- réttar samkvæmt 3. tölul. 172. gr. 2. Ymsir nánir venzlamenn sökunautar eru undanþegnir vitnaskyldu samkvæmt 89. gr., andstætt því, sem áður var. Þessir menn eru: Maki sökunautar, meðan hjúskap þeirra er ekki slitið að lögum. Þó að hjón séu skilin að borði og sæng, helzt undanþáguréttur þeirra. Hjón mundu sjálfsagt hafa und- anþáguréttinn, þó að hjónaband þeirra væri ógildanlegt, meðan dómur hefur ekki ógilt það. Auðvitað er það skil- yrði, að hjónaband hafi verið stofnað að formi til, sbr. 36. gr. laga nr. 39/1921. Eigi skiptir það hér máli, hvort atvik það, sem vitna skal um, hefur gerzt fyrir eða eftir hjónavígslu. Unnusti og unnusta, enda varði vitnisburður ekki atvik, sem gerðist áður en þau heitbundust. Þetta getur tekið til karls og konu, sem búa saman ógift, ef þau hafa bund- ist heiti um sambúð, svo sem þau væru hjón. Festar eru óformbundin athöfn. Þær verða því venjulega ekki sann- aðar með embættisvottorði, eins og hjúskapur, og er dóm- ara því rétt og skylt að rannsaka það, ef efni standa til, hvort vitni hafi festar við sökunaut einungis að yfirvarpi til þess að koma sér undan vitnaskyldu. Má láta vitni heit- festa sögn sína um festar, ef því er að skipta. Ákvæði 89. gr. um það, að sakaratvik megi ekki hafa gerzt, áður en vitni og sökunautur heitbundust, er sett til þess að koma í veg fyrir það, að sökunautur heitbindist tilteknum aðilja í því skyni, að sá þurfi ekki að bera vitni um brot, sem hann hafði þegar framið. Kemur þá sjálfsagt til greina, hvenær refsivert athæfi hófst. Ef A. hefur t. d. fyrir 1. jan. 1949 framkvæmt undir- búningsathafnir til peningafals, aflað tækja til þess o. s. frv., en bindur festar við B. í janúar 1950, en fullnar síðan brot sitt, þá ætti B. ekki að vera undanþeginn vitna- skyldu um téðar undirbúningsathafnir, þótt hann eigi und- anþágurétt um athafnir A. eftir festar. En nú má vera, að það þyki of mikil þraut að leggja t. d. á unnustu söku-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.