Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 25
MefiferíS opinberra mála
99
óslcylt aö svara spumingum, sem varða beinlínis brot það,
sem hann er sakaður um, en jafnframt á það, að þögn
hans kunni að verða skýrð honum í óhag, 40. gr., 1.
málsgr. I rauninni hefur sökuðum manni ekki verið lög-
skylt að svara spurningum lögreglumanna um þetta efni,
þó að raunin hafi venjulega orðið sá, að menn hafi gert
það, enda þótt lögreglumenn hafi ekki haft nein þving-
unarráð í hendi sér til þess að knýja sökunaut til að svara.
Eftir orðum 40. gr. 1. málsgr. er svo að sjá sem mönnum
sé skylt að svara lögreglumanni þeim spurningum, er
ekki varða beinlínis brot það, sem þeir eru sakaðir um.
Samkvæmt því ætti sökunautur að svara spurningum lög-
reglumanns t. d. um það, sem varðar sökunaut sjálfan,
svo sem nafn og aldur, heimilisfang, hvar hann hefði hald-
ið sig tiltekinn tíma og hvað aðhafzt þar, sbr. 2. tölul. 61.
gr., nema beinlínis sé spurt, hvort hann hafi þar framið
tiltekið brot, hvernig varið sé efnahag hans, hvar hann
hafi fengið tiltekinn hlut eða tiltekna fjárhæð o. s. frv.
Annars má það verða stundum vafamál, hvaða atriði bein-
línis varða brot það, sem maður er sakaður um. Lögreglu-
menn hafa enn almennt engin þvingunarráð til þess að
knýja menn til svara, nema ið óbeina, að leiða sökunaut
fyrir sjónir, að þögn hans kunni að verða skýrð honum í
óhag, með öðrum orðum, að hún skapi líkur gegn honum.
En þögn sökunautar við spurningum lögreglumanna sýn-
ist þó venjulega alls ekki munu skapa svo miklar líkur
gegn honum sem þögn hans við spurningum dómara.
Hingað til hefur það engum takmörkunum verið bundið,
hversu lengi yfirheyrsla mætti standa yfir. Nú er svo
mælt í 3. málsgr. 40. gr., að ekki megi prófa mann lengur
en 6 klukkustundir í einu, enda fái hann nægan svefn og
hvíld. Skal því hverju sinni bóka, hve nær prófun hefst
og hve nær henni lýkur. Líklega gerist það sjaldan, að
lögreglupróf standi svo lengi, en allur er varinn góður.
Og ólíklegt er, að lögreglumaður prófi sama manninn
lengur en 6 klukkustundir í einu. En svo má vera, að
sökunaut sé samt haldið í 6 klukkustundir, eða lengur, þó