Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 25
MefiferíS opinberra mála 99 óslcylt aö svara spumingum, sem varða beinlínis brot það, sem hann er sakaður um, en jafnframt á það, að þögn hans kunni að verða skýrð honum í óhag, 40. gr., 1. málsgr. I rauninni hefur sökuðum manni ekki verið lög- skylt að svara spurningum lögreglumanna um þetta efni, þó að raunin hafi venjulega orðið sá, að menn hafi gert það, enda þótt lögreglumenn hafi ekki haft nein þving- unarráð í hendi sér til þess að knýja sökunaut til að svara. Eftir orðum 40. gr. 1. málsgr. er svo að sjá sem mönnum sé skylt að svara lögreglumanni þeim spurningum, er ekki varða beinlínis brot það, sem þeir eru sakaðir um. Samkvæmt því ætti sökunautur að svara spurningum lög- reglumanns t. d. um það, sem varðar sökunaut sjálfan, svo sem nafn og aldur, heimilisfang, hvar hann hefði hald- ið sig tiltekinn tíma og hvað aðhafzt þar, sbr. 2. tölul. 61. gr., nema beinlínis sé spurt, hvort hann hafi þar framið tiltekið brot, hvernig varið sé efnahag hans, hvar hann hafi fengið tiltekinn hlut eða tiltekna fjárhæð o. s. frv. Annars má það verða stundum vafamál, hvaða atriði bein- línis varða brot það, sem maður er sakaður um. Lögreglu- menn hafa enn almennt engin þvingunarráð til þess að knýja menn til svara, nema ið óbeina, að leiða sökunaut fyrir sjónir, að þögn hans kunni að verða skýrð honum í óhag, með öðrum orðum, að hún skapi líkur gegn honum. En þögn sökunautar við spurningum lögreglumanna sýn- ist þó venjulega alls ekki munu skapa svo miklar líkur gegn honum sem þögn hans við spurningum dómara. Hingað til hefur það engum takmörkunum verið bundið, hversu lengi yfirheyrsla mætti standa yfir. Nú er svo mælt í 3. málsgr. 40. gr., að ekki megi prófa mann lengur en 6 klukkustundir í einu, enda fái hann nægan svefn og hvíld. Skal því hverju sinni bóka, hve nær prófun hefst og hve nær henni lýkur. Líklega gerist það sjaldan, að lögreglupróf standi svo lengi, en allur er varinn góður. Og ólíklegt er, að lögreglumaður prófi sama manninn lengur en 6 klukkustundir í einu. En svo má vera, að sökunaut sé samt haldið í 6 klukkustundir, eða lengur, þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.