Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 76
160
Timarit lög/ræöinya
Málið á þá að vera svo einfalt, þar sem skýlaus játning
ákærða er fengin og engin vafaatriði eru í máli, að ekki
hefur þótt ástæða til sóknar og varnar samkvæmt 79. og
131. gr. Þegar skilyrði 114. gr. eru ekki fyrir hendi, skal
dómari senda dómsmálaráðherra skjöl máls til ákvörð-
unar um málshöfðun, enda ber dómari það þá undir söku-
naut, hvort hann æski sóknar og varnar í máli sínu, ef dóm-
ari telur heimild vera til slíkrar meðferðar, 130. gr. 2. máls-
gr. Þó að tekið kunni að verða tillit til óska sökunautar
í þessu efni, þá er ráðherra alls ekki bundinn við þær.
Dómsmálaráðherra rannsakar, hvort mál sé þess eðlis,
að það skuli sæta sókn og vörn.
I a. og b. lið 2. tölul. 130. gr. segir, hvaða mál dóms-
málaráðherra geti látið sæta sókn og vörn. Þau mál eru:
/ fyrsta ktgi, ef „brot getur varðað yfir 5 ára fangelsi
samkv lögum nr. 19/1940 og lagaatriði eða sönnunar veita
efni til slíkrar meðferðar, t. d. ef málsúrslit velta á líkum,
mál er mjög umfangsmikið eða margbrotið."
Það er skilyrði fyrir þessari meðferð, að refsing fyrir
brot geti varðað yfir 5 ára fangelsi. Eigaathugasemdir þær,
sem gerðar voru um 1. tölul. um samsvarandi atriði einnig
hér við, og má vísa til þeirra. En eigi nægir það út af
fyrir sig, þótt refsihámark nemi yfir 5 árum. Þrátt fyrir
það kann mál að vera sæmilega óbrotið og vafaatriði frem-
ur lítil og fá, enda fjöldi brota, fullar 40 brotategundir,* 1)
þar sem refsing getur farið yfir 5 ára fangelsi, en örsjald-
an verður talsmál um ákvörðun svo hárrar refsingar in
concreto. Dómsmálaráðherra getur því vel látið slík mál
sæta inni almennu meðferð. Ef vafaatriði um sönnun eða
lög eru í máli, þá getur hann látið sókn og vörn fara fram,
en það verður þá jafnan matsatriði, hvort ástæða sé til
slíks. Hámarksrefsing fyrir þjófnað er t. d. 6 ára fang-
1) Sjá 87., 88., 1,—3. mgr. 89., 2. mgr. 98., 106., 107., 4. mgr. 118..
128., 129., 1. mgr. 130., 135., 138., 155., 156., 160., 1. mgr. 161., 168.,
I. mgr. 172., 1. mgr. 175., 1. mgr. 188., 1. mgr. 190., 195., 199, 202., 1. mgr.
203., 206. sbr. 208., 2. mgr. 216., 1. og 3. mgr. 220., 244., 245., 247., 251.
og 2. mgr. 257, gr. hegnl.