Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 82
156
Tímarit lögfræSinga
XIV. Sakarkostna'ður. — Bætur.
A. 1 XVI. kafla laganna er safnað þeim reglum, sem
hingað til hefur verið farið eftir um sakarkostnað. Hér
þykir einungis ástæða til að gæta tveggja atriða:
1. Ef lögreglumenn eða sakflytjendur eru valdir að
kostnaði vegna vanrækslu eða skeytingarleysis, má ákveða
í dómi refsimáls eða úrskurði, ef því lýkur með þeim hætti,
skyldu þeirra til að greiða slíkan kostnað, enda sé þeim
áður veittur kostur á að láta uppi álit sitt, 3. málsgr. 141.
gr. Ekki mun dómari eiga að ákveða krónutölu þessa kostn-
aðar, heldur mun hann ákveðinn, eins og annar sakarkostn-
aður, samkvæmt 2. málsgr. 143. gr.
2. Ef máli lýkur með úrskurði, t. d. ef dómari úrskurðar,
að rannsókn skuli lokið, þá má kveða á í honum um skyldu
sökunautar til greiðslu kostnaðar, 1. málsgr. 143. gr. Þeg-
ar svo stendur á, verður sjaldan talsmál um skyldu söku-
nautar í þessu efni, því að rannsókn lýkur þá sakir þess, að
sýkna aðilja hefur sannast eða örvænt þykir, að hann verði
sakfelldur. Yrði aðilja víst einungis gert að greiða kostn-
að, sem hann hefur valdið í sambandi við rannsóknina
vísvitandi eða af gáleysi, t. d. ef hann hefur ranglega sakað
sjálfan sig um brot.
B. 1 XVII. kafla laganna greinir um bætur til handa
þriðja manni. Bótakröfur geta risið af háttsemi þeirri, sem
sökunautur er borinn, en þær geta líka risið af háttsemi
þeirra manna, sem að rannsókn opinbers máls vinna.
1. Það hefur lengstum verið talið, að skaðabótakrafa á
hendur sökunaut, risin af atferli hans, yrði því aðeins
dæmd í refsimáli á hendur honum, að hann yrði sakfelldur.
Það er og aðalreglan eftir 146. gr. En ef sök er sönnuð, en
sökunautur verður þó ekki dæmdur til refsingar, svo sem
vegna sakhæfisskorts, hann hefur neytt neyðarvarnar og
valdið þriðja manni skaða þar með, eða refsing er látin
niður falla, sbr. t. d. 74.—76. gr. hegnl., þá má dæma skaða-
bótakröfu, ef skilyrði til þess eru annars fyrir hendi.
2. Ef mönnum er gerður miski með leit eða haldi á mun-
um hans í þarfir rannsóknar opinbers máls, enda eigi hann