Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 41
McðferS opinbcrra málu
115
skjólstæðingi hans hagur í, ef svarað yrði, svo og að
svör vitna séu rétt og nákvæmlega bókuð, o. s. frv.
Réttai-gæzlan er skyldustarfi hverjum heilum, lögráða
ttianni, 84. gr. Réttargæzlumaður er talinn taka að sér
opinbera sýslan, hvort sem hann er löggiltur málflutn-
ingsmaður eða ekki, og liggur því refsing við eftir ákvæð-
nm almennra hegningarlaga um afbrot í embætti eða
sýslan, ef hann torveldar rannsókn eða misbeitir stöðu
sinni með öðrum hætti eða rýfur þagnarskyldu sína,
88. gr. - *■,- jgsJI
C. 1. Sönnunarbyrði um sekt sökunautar og atvik, sem
telja má honum til óhags, hvílir á ákæruvaldinu, 108.
&'• Þessi grundvallarregla, sem lengi hefur verið fylgt,
íelur það í sér, að sökunaut skal sýkna, ef ekki þykir
nægileg sönnun fengin um sekt hans. Og þó að brot sé
sannað á sökunaut, þá verður refsing hans ekki aukin
fyrir atvik, sem almennt mundu leiða til refsiauka, en
ekki eru sönnuð. Sökunautur á að njóta hags af sönn-
nnarskorti um öll atvik, sem honum eru í óhag. Ef það
verður véfengt með skynsamlegum rökum, að nægileg
sönnun sé fram komin um atvik, sem sökunaut eru í óhag,
þá skal hann njóta góðs af því. In dubio pro reo. Höfuð-
þáttur í rannsókn hvers opinbers máls er því öflun gagna
nm sekt sökunautar og önnur atvik, sem honum eru í
ohag. En rannsókn skal vera alhlióa og óhlutdræg. Hún
a því einnig að beinast að þeim atriðum, sem sökunaut
^ega til hags verða, bæði þeim, er beinlínis varða sekt
hans eða sýknu, og þeim sem verða mættu honum til hag-
i'æðis, jafnvel þótt hann reyndist sekur.
2. Sönnunargögnin eru in sömu í opinberum málum sem
í einkamálum. Eins sönnunargagns gætir þó miklu meir
í opinberu málunum, játningar aðilja og annarra skýrslna.
Eins og kunnugt er, sparar viðurkenning aðilja á stað-
leynd gagnaðilja í einkamáli sönnum um þá staðreynd.
Játning sökunautar um staðreynd, sem er honum óhag-
stæð, léttir ákæruvaldinu að vísu sönnum um þá stað-
reynd, en allt að einu skal rannsaka það eftir föng-