Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 86
160
Tímarit lögfræSinga
stæðulaus. En þótt bæði in sérstaklega lögmæltu skilyrði
séu fyrir hendi og efni hafi staðið til aðgerðar, þá getur
hún hafa verið framkvæmd á óviðeigandi hátt. Lögreglu-
maður misþyrmir t. d. manni að nauðsynjalausu. Lögreglu-
maður leitar sjálfur á konu, þar sem hægt hefði verið að
láta aðra konu eða lækni gera það. Handtekinn sjúklingur
eða vanfær kona eru látin í venjulegan fangaklefa, sbr. 1.
málsgr. 64. gr. Lögreglumaður hyllist til þess að gera leit
í húsi manns í viðurvist fjölda manna o. s. frv.
2. Gæzluvarðhalcl, 152. gr. Það verður hér að tákna gæzlu
innan fjögurra veggja, hvort sem hún er í eiginlegu fang-
elsi eða annars staðar. Gæzla á sjúkrahúsi til heilsurann-
sóknar er þó víst talin í 151. gr. til þar nefndra aðgerða.
En slík gæzla kemur einatt í stað varðhaldsvistar, og er oft
rétt að meta hana með sama hætti sem gæzluvarðhald í
þessu sambandi. Nú skal, eins og fyrr segir, marka gæzlu-
varðhaldi ákveðinn tíma, og dómara ber því að láta mann
lausan, þegar sá tími er liðinn, nema hann lengi varðhalds-
vist með nýjum úrskurði. Þó að full ástæða hafi verið til
varðhaldsvistar ákveðinn tíma, þá getur lenging hennar
verið alveg ástæðulaus, og því orkað bótaskyldu. Ber að
meta það hverju sinni, hvort næg ástæða sé til gæzluvarð-
halds, svo sem hætta á stroki sökunautar, illvirkjum af
hans hendi, áhrifum á vitni eða samseka o. s. frv. Ef ástæða
þykir hafa verið til varðhaldsvistar, verður dómara engin
sök gefin á úrskurði sínum þar um, enda fari tímalengd
og annað lögum samkvæmt.
Sameiginleg bótaskilyrði aðgerðum samkvæmt 151. gr.
(1. lið að ofan) og gæzluvarðhaldi eru samkvæmt 150. gr.:
a. Aö sökunautur hafi ekki með vísvitandi eða stórvægi-
legu gáleysislega ólögmætu framferði valdið þeim aðgerð-
um, sem hann reisir kröfu sína á. Til dæmis er nefnt
strok, ósannindi og aðrar tilraunir til að torvelda rannsókn.
Undanskot eða eyðilegging sakargagna eða hætta á slíku
mundi því fullkomlega réttlæta gæzluvarðhald. Ið ólögmæta
framferði sökunautar, sem firrir hann bótarrétti, er auð-
vitað ekki það ólögmæta framferði, sem hann er borinn og