Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 23
MeÖferö opinberra mála
97
um, leit og handtöku. Tekur þetta jafnt til lögreglumanna
í kaupstöðum og annars staðar, þar sem sérstakir lög-
feglumenn eru skipaðir, og hreppstjóra, sem samkvæmt
32. gr. eiga að vera lögreglustjórum og dómurum til að-
stoðar, eins og hingað til hefur verið. Þessir kaflar lag-
anna koma, varðandi hreppstjóra, í stað samsvarandi á-
kvæða í hreppstjórareglugerðinni 29. apríl 1880 II. kafla,
°g verða fyrirmæli hennar auðvitað að þoka fyrir inum
nýju ákvæðum laganna, þar sem á milli kann að bera.
Nauðsynlegt mun verða að semja nokkurskonar handbók
handa lögreglumönnum, þar sem ákvæði V.—VIII. kafla
laganna séu skýrð, sbr. 2. málsgr. 32. gr., eða að þeir verði
að minnsta kosti sérprentaðir til afnota þessum opinberu
starfsmönnum.
Af ákvæðum V. kafla laganna sýnist vera sérstök ástæða
til þess að nefna þessi:
1. Sakadómari stjórnar þeim lögreglumönnum, sem ætl-
að er að hafa á hendi rannsókn opinberra mála, 32. gr.
Rannsóknarlögreglumenn í Reykjavík hafa lotið stjórn
sakadómara, síðan sakadómaraembættið var stofnað. Sú
tilhögun hefur reynzt heppileg, enda sýnist náin og milli-
iiðalaus samvinna milli sakadómara og fulltrúa hans ann-
ars vegar og rannsóknarlögreglumanna hins vegar alls-
kostar nauðsynleg. Hitt mundi valda töfum og vafning-
um, ef rannsóknarlögreglan hér væri lögð undir stjórn
iögreglustjórans, eins og stjórn götulögreglunnar. Með
því yrgi sakadómari að hafa lögreglustjórann millilið milli
sín og hennar, og mundi það valda óþarfa skriffinnsku,
sem hefði í för með sér tafir og óþarfa erfiði bæði saka-
dómara og lögreglustjóra. Af fræðilegum ástæðum, að
því er virðist, hafa þó sumir viljað leggja rannsóknar-
lögregluna undir stjórn lögreglustjóra og slíta hana þann-
tg úr sambandi við sakadómara, sem á þó aðallega að
ujóta aðstoðar hennar. Hefði þar með verið unnin veru-
teg skemmd á frumvarpinu, svo sem það var í öndverðu.
En alþingi lét ákvæði þess að þessu leyti vera óhögguð.
Lögmælt er það nú, að lögreglumenn lúki prófi til