Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 38
112
Tímarit lögfrætSinga
B. Áður var minnzt á skipun verjanda, þegar söku-
nautur hefur verið settur í gæzluvarðhald. En auk þess
skal skipa sökunaut réttargæzlumann, enda þótt söku-
nautur hafi enga ósk látið í ljós um það:
1. Þegar matsmenn eiga að staðfesta matsgerð eða fram-
burð að sökunaut fjarstöddum, enda eigi réttargæzlu-
maður kost á að kynna sér matsgerð og annað, sem nauð-
synlegt er til að gæta réttar sökunautar, 80. gr. 2. málsgr.
1. tölul. Þegar vitni staðfesta framburð sinn að sökunaut
viðstöddum, þá skyldi jafnan eftir eldri lögum skipa söku-
naut réttargæzlumann. Þessi regla er endurtekin í 83. gr.
laganna.
Rétt virðist vera að skipa réttargæzlumann, þegar mats-
menn eða skoðunar eru dómkvaddir að sökunaut fjar-
verandi, svo að fram geti komið athugasemdir um það,
sem skoða skal eða meta, og um hæfi matsmanna eða
skoðunar.
2. Sökunautur kann að vera slíkum göllum haldinn,
að honum sé þörf réttargæzlumanns í rannsókn máls. 1
80. gr. 2. málsgr., 2. tölul. eru nefndar til þessa ýmsar
ástæður, svo sem sérstakur sljóleiki, skilningsleysi og
líkamlegir ágallar, svo sem sjónleysi, málleysi og heyrn-
arleysi eða honum er annars svo farið eða framkoma hans
þannig fyrir dómi, að skipun réttargæzlumanns megi telja
heppilega. Vankunnátta í íslenzkri tungu leiðir til þess,
að löggiltur dómtúlkur sé hafður, en þar að auki má vera
ástæða til þess að skipa slíkum manni réttargæzlumann.
Jafnan skal skipa unglingi undir 18 ára aldri réttargæzlu-
mann.
Dómai’i skal vekja athygli á rétti sökunautar til þess,
að honum verði skipaður réttargæzlumaður, og jafnframt
er sökunaut veitt heimild til þess að benda á einhvern
löghæfan mann til þess, 81. gr. 1. málsgr. Dómara er ekki
skylt að skipa þann, sem sökunautur bendir á, ef hann
er ekki hæfur til að gegna slíkum starfa fyrir þeim dómi,
en almennt mun dómari annars fara eftir tilmælum aðilja.
Um löghæfi réttargæzlumanns almennt segir í 82. gr.