Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 44
118
Tímarit lögfræðinga
vitnisburð um sakarefni. Það er einungis átt við „utan-
réttarvottorð þeirra, er vitni skyldi bera um sakaratri5i.“
Þetta mundi naumast ná til utanréttarvottorðs um t. d.
hegðun sökunautar í vist á tilteknu heimili. Hins vegar
mundi það ná til vottorðs um vist sökunautar á tilteknum
stað og tíma til þess að sýna, að hann hefði ekki getað
sjálfur framið tiltekinn glæp. Dómari má taka við utan-
réttarvottorði, ef sérstaklega stendur á, t. d. ef ekki er
kostur annarrar skýrslu frá þeim aðilja, t. d. ef hann má
nú ekki bera vitni vegna einhverra ágalla eða er látinn.
Almenna reglan er enn sú, að vitni komi fyrir dóm
til vitnisburðar á varnarþingi sínu. En frá því heldur
1. málsgr. 98. gr. þá mikilvægu undantekningu, að vitni
er skylt að koma fyrir dóm utan varnarþings síns, hvar
sem er á landinu, ef það þykir nauðsynlegt til sampróf-
unar við sökunaut eða önnur vitni. Meðan ekki er kunn-
ugt, hvort ósamræmi er milli vitnis annars vegar og söku-
nautar og annarra vitna hins vegar, þarf ekki að kveðja
vitni út fyrir varnarþing sitt. Þess verður fyrst þörf, ef
ósamræmi reynist vera milli skýrslnanna um atriði, sem
máli skipta. Vitni, sem kvatt er vitnisburður utan varnar-
þings síns, skal sjá fyrir farkosti og því sem minnstur bagi
gerður. Það skal því fá ókeypis ferð og auk þess þóknun
fyrir atvinnumissi samkvæmt 104. gr.
Vitni kann að vera sjúkt eða heimamenn þess, svo að
það eigi ekki heiman gengt. Getur dómari þá háð dóm á
heimili þess, ef það telst mega við yfirheyrslu. Ef vitni
færist undan prófun vegna sjúkleika, þá er vissast að
fá umsögn læknis um heilsufar þess, ef vafi kann á að
leika. önnur forföll eru ekki nefnd, sem geti leyst vitni
undan skyldu til þingsóknar, en ætla má, að þær ástæður,
sem taldar eru til forfalla í einkamálum, megi einnig
koma til greina. Um stefnufrest segir ekki, og verða því
reglur einkamálalaganna að gilda um það. Það er nýmæli,
að einn lögreglumaður (hreppstjóri) eða einn stefnuvottur
geti löglega birt vitni kvaðningu til dómþings, og er vott-
orð þeirra nægileg sönnun um birtingu, nema andsönnun