Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 94
168
Tímarit lögfræöinga
Til dæmis um það er það nefnt, ef ákærði þykir ranglega
sýknaður eða ranglega sakfelldur, refsing telst að mun of
há eða of lág, ákærði er ranglega sviptur réttindum eða
ranglega mæltur undan þeim viðurlögum, hallað er rang-
lega á sýknaðan mann í forsendum dóms, töluverð vafa-
atriði eru í máli, hvoi-t sem er um lög eða staðreyndir o. s.
frv. Oft mundi ákærði óska áfrýjunar, ef hann telur kost
sinn mundu verða betri eftir hæstaréttardómi, svo að ráð-
herra ætti að áfrýja eftir ósk hans. Ekki skiptir það máli
að meginstefnu til, hvort refsing er eða getur verið há eða
lág, ef ráðherra telur ástæður til áfrýjunar af öðrum rök-
um. Jafnvel í máli út af smábroti getur verið ástæða til
áfrýjunar, svo að úrlausn hæstaréttar fáist um vafaatriði,
sem almenna þýðingu kann að hafa.
b. Lengi hefur einsætt þótt, að allmjög skyldi fara að
vilja ákærða um áfrýjun refsidóms. Svo er og enn gert.
Samkvæmt ósk ákæróa er dómsmálaráðherra skylt að
áfrýja:
1. Ef honum er dæmd refsing fyrir fyrsta sinni framið
brot, 1. tölul. 2. málsgr. 175. gr. Þetta merkir það, að ákærði
sé fyrsta sinni dæmdur eða annars gerð refsing í opinberu
máli af íslenzkum dómstóli, önnur en réttarfarssekt sam-
kvæmt XIX. kafla. Ekki skiptir máli, hvert brotið er né
hvaða refsing hefur verið dæmd eða við því liggur. Ef
ákærði hefur áður gengizt undir sektargreiðslu, sbr. 112.
gr., þá verður víst ekki sagt, að brotið sé hans fyrsta sinni
framið brot, og á 1. tölul. þá sjálfsagt ekki við.
Einnig skal áfrýja, ef ákærða er dæmd upptaka eignar
fyrir fyrsta sinni framið brot. Þó að t. d. refsing félli nið-
ur, en eign er gerð upptæk, þá skal áfrýja.
2. Ef dæmd refsing nemur 5000 króna sekt eða 3 mán-
aða refsivist, 2. tölul. sömu málsgr. Hér skiptir ekki máli,
þó að brot sé öðru sinni framið eða oftar.
3. Ef ákærði er sviptur réttindum eða réttindamissi
leiðir af broti hans, 3. tölul. sömu mgr. Vitanlega er átt við
réttindamissi, sem að lögum leiðir af broti ákærða, en ekki
missi réttinda á hendur einstaklingi samkvæmt samningi.