Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 42
116
Tímarit lögfræðinga
um, hvort játningin sé sannleikanum samkvæm. Ef ekk-
ert kemur fram, sem verulega veikir slíka játningu, þá
verður sökunautur venjulega dæmdur í samræmi við hana.
Venjulega þykir öruggara að fá önnur atriði fram, sem
fremur styðja játningu en veikja. Skýrslur sökunautar
um önnur atriði en þau, sem beinlínis varða það, hvort
hann hafi unnið tiltekið refsivert verk eða ekki, t. d. um
það, að sá, er fyrir líkamsárás varð, hafi reitt sökunaut
til reiði, að sökunautur hafi átt hendur sínar að verja,
er hann meiddi mann eða drap, verður dómari og að prófa
eftir föngum. Oft mun verða mjög að fara eftir því, hvort
skýrslan verður talin sennileg eða ósennileg, ef ekki koma
beinar sannanir um sannindi hennar. Stolinn hlutur finnst
í vörzlum A. Sögn hans um það, að hann hafi keypt hlut-
inn af einhverjum óþekktum manni á förnum vegi, mun
venjulega þykja tortryggileg og verður varla talin honum
til sýknu. En úrsmiður, sem stolið úr finnst hjá í vinnu-
stofu hans, verður víst venjulega tekinn trúanlegur um
það, að maður, enda þótt óþekktur honum hafi verið, hafi
komið úrinu fyrir hjá úrsmiðnum til viðgerðar. Það er
naumast rétt, að sökunautur beri óskorað sönnunarbyrði
um staðreyndir, sem honum eru í hag, né heldur, að á-
kæruvaldið beri algerlega sönnunarbyrði um það, að
skýrslur sökunautar um þær séu rangar. Dómara ber að
meta þessi atriði hverju sinni. Líklega má segja, að söku-
nautur njóti hagræðis af skýrslu sinni, sem honum er í
hag, þótt hún sé ekki öðrum gögnum studd, ef hún verður
ekki talin ósennileg. Má því einnig segja, að setningin
in dubio pro reo gildi einnig um atriði, sem horfa söku-
naut til hagræðis, þó að hún verki sennilega ekki eins
sterklega og um þau atriði, sem ákæruvaldið á óskorað
að sanna.
3. Þó að N. L. 6—17—10 og tilskipun 8. sept. 1841
séu úr lögum numin í 202. gr. laganna, þá merkir það
ekki, að óbein sönnun (líkur) komi ekki til greina í opin-
berum málum. Ákvæði 109. gr. sýna það ótvírætt, að sann-
aðar staðreyndir, sem álykta má af um þá staðreynd, sem