Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 42
116 Tímarit lögfræðinga um, hvort játningin sé sannleikanum samkvæm. Ef ekk- ert kemur fram, sem verulega veikir slíka játningu, þá verður sökunautur venjulega dæmdur í samræmi við hana. Venjulega þykir öruggara að fá önnur atriði fram, sem fremur styðja játningu en veikja. Skýrslur sökunautar um önnur atriði en þau, sem beinlínis varða það, hvort hann hafi unnið tiltekið refsivert verk eða ekki, t. d. um það, að sá, er fyrir líkamsárás varð, hafi reitt sökunaut til reiði, að sökunautur hafi átt hendur sínar að verja, er hann meiddi mann eða drap, verður dómari og að prófa eftir föngum. Oft mun verða mjög að fara eftir því, hvort skýrslan verður talin sennileg eða ósennileg, ef ekki koma beinar sannanir um sannindi hennar. Stolinn hlutur finnst í vörzlum A. Sögn hans um það, að hann hafi keypt hlut- inn af einhverjum óþekktum manni á förnum vegi, mun venjulega þykja tortryggileg og verður varla talin honum til sýknu. En úrsmiður, sem stolið úr finnst hjá í vinnu- stofu hans, verður víst venjulega tekinn trúanlegur um það, að maður, enda þótt óþekktur honum hafi verið, hafi komið úrinu fyrir hjá úrsmiðnum til viðgerðar. Það er naumast rétt, að sökunautur beri óskorað sönnunarbyrði um staðreyndir, sem honum eru í hag, né heldur, að á- kæruvaldið beri algerlega sönnunarbyrði um það, að skýrslur sökunautar um þær séu rangar. Dómara ber að meta þessi atriði hverju sinni. Líklega má segja, að söku- nautur njóti hagræðis af skýrslu sinni, sem honum er í hag, þótt hún sé ekki öðrum gögnum studd, ef hún verður ekki talin ósennileg. Má því einnig segja, að setningin in dubio pro reo gildi einnig um atriði, sem horfa söku- naut til hagræðis, þó að hún verki sennilega ekki eins sterklega og um þau atriði, sem ákæruvaldið á óskorað að sanna. 3. Þó að N. L. 6—17—10 og tilskipun 8. sept. 1841 séu úr lögum numin í 202. gr. laganna, þá merkir það ekki, að óbein sönnun (líkur) komi ekki til greina í opin- berum málum. Ákvæði 109. gr. sýna það ótvírætt, að sann- aðar staðreyndir, sem álykta má af um þá staðreynd, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.