Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 32
106
Tímarit lögfræöinga
línis skylt að taka mann fastan, svo að hann mundi annars
kostar gera sig beran að vanrækslu í starfi.
Þegar handtaka skal mann, mundi það oft fresta hand-
töku eða jafnvel alveg koma í veg fyrir hana, ef lög-
reglumaður þyrfti allt af að afla dómsúrskurðar um leit
í húsum að manninum.
Samkvæmt 62. i. f. þarf ekki dómsúrskurður, ef hætta
er á sakarspjöllum, ef beðið væri eftir úrskurði. En jafn-
vel þótt svo sé ekki farið, má lögreglumaður leita söku-
nautar án dómsúrskurðar á heimili hans, í sjálfs hans
húsi eða skipi eða í húsi, sem stendur opið almenningi,
eða ef honum er veitt eftirför í önnur hús eða skip. I
síðasta tilvikinu er þá hugsunin, að leitin og handtakan
fari fram in continenti. Hér er það ekki skilyrði, að frest-
un á handtöku þyrfti að valda sakarspjöllum, en oft mundi
þó hætta vera á því. Það hlýtur að vera hugsunin, að
óheimilt sé að varna lögreglumönnum inngöngu í húsa-
kynni þessi, enda þótt þeir geti ekki sýnt dómsúrskurð
um leit í þeim. Lögreglumönnum ætti því að vera heimilt
að neyta valds til inngöngunnar. Jafn óheimilt mundi vera
að tálma leitinni, þegar inn í húsið er komið.
Þau undantekningartilvik, sem lögin hafa frá reglunni
um nauðsyn dómsúrskurðar (leit að munum eða sökuðum
manni, ef bið eftir dómsúrskurði veldur hættu á sakar-
spjöllum, og leit að manni annars eftir 62. gr. án slíks
úrskurðar), eru ekki brot á 66. gr. stjskr., því að hún
heimilar einmitt almenna löggjafanum að gera undan-
tekningar frá almennu reglunni um nauðsyn dómsúr-
skurðar. Almenna reglan verður eftir sem áður sú, að
dómsúrskurð þurfi til leitar í húsum, geymslum og hirzlum,
skipum og sjálfsagt loftförum og bifreiðum (sbr. annars
Einar Arnórsson, Meðferð opinberra mála, Rvík 1919 bls.
45 o. s. frv.).
X. Um gæzluvarðhald og aðra gæzlu á sökunaut.
I IX. kafla laganna er safnað reglum um gæzlu á söku-
naut. Eru þær vitanlega að mörgu í samræmi við þær