Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 53
Meðferð opinberra mála
127
um sé skylt að skrá í löggilta bók ýmislegt í atvinnu sinni,
t. d. kaupmanni í löggiltar verzlunarbækur. Og ekki er
heldur nægilegt, þótt aðili þurfi löggildingu eða próf til
tiltekins starfa, svo sem starfandi læknar, skipstjórar eða
vélstjórar o. s. frv. Þegar lög mæla svo beinlínis, að til-
teknir menn hafi réttindi og beri skyldur, svo sem opin-
berir starfsmenn, sbr. t. d. um löggilta málflutningsmenn,
lög nr. 76/1942 4. gr., þá tekur 92. gr. sennilega til þeirra.
4. Eins og áður var sagt, er vitni undanþegið vitna-
skyldu, ef svör þess gætu bakað því mannorðsspjöll. Vitni
á þá á hættu að bíða siðferðilegan hnekki af skýrslu sinni.
En svo má vera, að vitni bíði eða kunni að bíða fjártjón
af framburði sínum, t. d. ef hann skal opinbera kaup-
sýsluleyndarmál sín, uppgötvun eða önnur slík verk. Vitni
er ekki mælt lögbundin undanþága undan vitnaskyldu fyr-
ir þessar sakir, en dómara er veitt heimild til þess að veita
slíku vitni undanþágu. Á það að fara eftir mati á því, hvort
hagsmunir aðilja til leyndar metast ríkari en hagsmunir
ákæruvaldsins um skýrslu hans. Þetta fer sjálfsagt eftir
því, hversu mikilvægt opinbera málið er, og á hversu miklu
aðilja stendur að halda því leyndu, sem spyrja skal hann
um. Verða sjálfsagt engar almennar reglur gefnar til leið-
beiningar um þau atriði. Gæti úrskurður dómara þar
um auðveldlega orðið kæruefni til hæstaréttar samkvæmt
3. tölul. 172. gr. Vitni eru almennt ekki undanþegin vitna-
skyldu, þó að fullnæging hennar kunni að baka því eða
venzlamönnum þess fjárhagstjón annars, og dómara er þá
ekki heldur heimilt að veita því undanþágu. Manni, sem
h d. hefur ábekt víxil, væri því skylt að bera vitni í máli,
þar sem um fölsun nafns á víxlinum fyrir framan nafn
hans væri að véla, þó að afleiðing fölsunarinnar verði sú,
að hann missir mann, sem hann hefði getað krafið greiðslu
víxilfjárins, ef hann yrði að greiða það, auðvitað að því
tilskildu, að vitnisburður hans varði ekki sekt hans sjálfs
vegna fölsunarinnar.
begar skýrsla vitnis varðar fjárhag þess, þá er að sjálf-
sögðu varhugavert að heitfesta vitni.