Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 83
Meðferð opinberra mála
157
ekki sjálfur sök á því, að slík framkvæmd hefur farið fram
eða fór fram á óþarflega særandi eða móðgandi hátt, þá á
hann bæði kröfu til miskabóta og bóta fyrir fjártjón, 149.
£*'• Sama kann að vera, ef leit eða hald á munum er fram-
kvæmd sýnilega að þarflausu. Sennilega geta fleiri aðgerð-
u' í rannsókn máls orkað bótaskyldu, t. d. vörður um hús
toanns eða rannsókn skjals algerlega að óþörfu, ef slíkar
aðgerðir fela í sér miska eða valda fjártjóni. Ekki segir,
að bera megi upp þessar kröfur fyrir dómara opinbera
málsins, eins og bótakröfu samkvæmt 1. að ofan. Ef engin
krafa er gerð á hendur dómara og honum verður engin
sök gefin á offörum í garð bótakrefjanda, þá sýnist að
hafa mætti kröfu uppi á hendur ríkissjóði eða lögreglu-
manni, með sama hætti sem sakarkostnaðarkröfu má gera
a hendur lögreglumanni samkvæmt 3. málsgr. 141. gr. og
a hendur ríkissjóði eftir 1. tölul. 154. gr., enda fái þessir
aÖiljar kost á að verja sig gegn kröfunni. Kæra mætti
°g dómara og lögreglumenn fyrir brot í opinberu starfi,
°g gæti bótakrafa komið fram í refsimáli á hendur þeim.
3. Þriðji maður kann að eiga kröfur borgarréttareðlis,
Sem rót sína eiga að rekja til refsiverðs verknaðar söku-
nautar, enda þótt þær séu ekki bótakröfur, 148. gr. Þess-
ar kröfur má einnig hafa uppi í refsimáli. Nefndar eru
dæmis í 148. gr. missir erfðaréttar, sbr. 265. gr. hegnl.,
°S ógildi hjúskapar, sbi’. lög nr. 39/1921 41.—43. gr.
Skilyrði dómsálagningar á kröfur þessar eru samsvar-
andi og greind eru um skaðabótakröfur þriðja manns sam-
hvæmt 1. að framan.
C. Loks segir í XVIII. kafla um bætur til handa söku-
naut. Þegar sökunautur verður að þola harðræði vegna
grunar á honum um refsiverðan verknað, en reynist síðan
sykn saka eða sönnun brestur um sekt hans, þá verður hann
eft of hart úti, ef engar bætur skyldi greiða honum fyrir
Þjáningar, traustspjöll og annað tjón, er hann bíður fyrir
aðgerðir ríkisvaldsins gagnvart honum. I lögum hafa ekki
hingað til verið önnur fyrirmæli um þessi efni en lög nr.
28/1893 um bætur fyrir gæzluvarðhald og afplánun refs-
u