Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 54
128
Tímarit lögfræSinga
c. Hagsmunir þriðja manns kunna að standa því mjög
í vegi, að vitni svari spurningum um ýmis atriði, sem
þriðja manni kann að vera óhallkvæmt, að verði opin-
beruð. Auk þess er oft áríðandi, að almenningur megi
leita til ýmissa opinberra starfsmanna og stundum ann-
arra með viðkvæm einkamál sín í fullu trausti þess, að
þeim verði ekki flíkað. Mönnum þeim, sem fyrir slíkum
leyndarmálum er trúað, er því almennt óheimilt að segja
öðrum mönnum frá þeim og jafnvel bannað að opinbera
þau fyrir dómi, nema aðili veiti leyfi til þess.
1. Ríkisleyndarmál. Um þau segir í 93. gr. Varðar 1.
málsgr. alla, sem með einhverjum hætti hafa fengið vit-
neskju um slík efni. Skýrsla þeirra um þau varðar þungri
refsingu samkvæmt 1. málsgr. 91. gr. hegningarlaganna,
ef hún er gefin óviðkomandi mönnum, og í 1. málsgr. 93.
gr. laganna um meðferð opinberra mála er mönnum bann-
að að skýra frá leyndarmálum þessum fyrir dómi, nema
leyfi viðkomandi sé til þess. Eru nefndir „leynilegir samn-
ingar, ráðagerðir eða ályktanir ríkisvaldsins um málefni,
sem öryggi ríkisins, réttindi og heill að öðru leyti varða
eða hafa mjög mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta-
fyrir íslenzku þjóðina." Dómari verður að gera ráð fyrir
því, að málefni sé „leynilegt", meðan skýrsla um það hef-
ur ekki verið birt að tilhlutun þess aðilja ríkisvaldsins,
sem með það mál fer, enda hafi ekki aðrir birt það opin-
berlega og óleyfilega. Þó má vera, að slík birting heimili
ekki hvaða spurningu sem vera skal um efni málefn-
isins.
2. málsgr. 93. gr. varðar einungis opinbera starfsmenn
og sýslunarmenn. Það er sjálfsagt, að þeim er óheimilt að
skýra frá þeim leyndarmálum, sem í 1. málsgr. getur,
hvort sem þeir hafa komizt að þeim í starfa sínum eða
með öðrum hætti. 1 málsgrein þessari er bannað að krefja
opinbera starfsmenn vitnisburðar um það, sem þeir „hafa
fengiö vitneskju um í starfa sínum og leynt á a'ð fara“,
nema viðkomandi ráðherra leyfi eða forseti sameinaðs
alþingis, ef taka skal skýrslu af alþingismanni eða öðrum