Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 22
96
Tímarit lögfræBinga
báðum eða öllum í einu lagi. Dómsmálaráðherra getur þá
ákveðið, að annað málið eða sum málin skuli niður falla,
og að sökunautar verði sóttir saman í einu máli. Og kveður
þá ráðherra á um það, hvar það verði sótt, 23. gr. Svipað
má verða, þótt einn og sami maður sé fyrir sökum hafður,
t. d. fyrir óleyfilega verzlun bæði í Reykjavík og Hafnar-
firði, en mál er höfðað á báðum stöðum. Eftir analógíu 28.
gr. væri ráðherra þá rétt að láta sameina málin. 1 annan
stað hefur það stundum borið við, að í sömu rannsókn
komist upp brot, sem ekki er að neinu leyti tengt broti
því, sem rannsókn hefur í upphafi varðað, t. d. ef rann-
sókn um tollbrot framið í Reykjavík leiðir það í ljós, að
maður á Akureyri hafi framið samskonar brot, án þess
að nokkurt samband sé milli brota þeirra. Þá eiga mál
um hvort brotið auðvitað að vera alveg sjálfstæð. Við
hefur borið, að dómari hefur höfðað mál, þegar svipað
er sökum farið, á hendur báðum saman. Veldur slíkt einatt
drætti og aukakostnaði, sem að lokum verður lagður á
sökunauta, auk ýmislegs annars óhagræðis. Fyrir því er
dómsmálaráðherra heimilað að skipa aðgreiningu slíkra
brota og fyrirskipa sitt mál á hendur hvorum eða hverjum.
Hins vegar verður það naumast kallað nýmæli, er dóms-
málaráðherra er veitt heimild í 25. og 29. gr. til þess að
skera úr því samkvæmt fyrirspurn dómara, hvar rann-
saka skuli mál eða sækja, þegar vafi þykir á því leika.
Mundi dómsmálaráðherra hafa getað skorið úr þessu nú.
3. Nýmæli má það kalla, að eigi skuli ómerkja máls-
meðferð í héraði af því einu, að það hafi verið sótt á röngu
varnarþingi, 29. gr. i. f., því að dæmi eru til þess, að
æðri dómur hafi ómerkt málsmeðferð af þessum sökum,
þó að sjaldan mundi nú til þess koma.
VI. Lögreglumenn og lögreglurannsókn.
1 V. kafla laganna er safnað höfuðákvæðum um lög-
reglumenn, og eru þau ákvæði allrækileg, enda er lög-
reglumönnum mjög nauðsynlegt að kynna sér þau vel,
svo og fyrirmæli VI., VII. og VIII. kafla um hald á mun-