Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 84
168
Tímarit lögfræðinga
ingar að ósekju. En fleiri aðgerðir geta bakað sökunaut
bæði fjártjón, andlegan sársauka og álitsspjöll, svo sem
leit og hald á munum, handtaka, bann við för úr tilteknu
takmarki o. s. frv. Eru ákvæði laganna um þessi efni að
miklu leyti nýmæli. Kröfum sökunautar má skipta í þrjá
flokka, eftir því af hvaða rótum þær eru runnar.
1. Handtaka, leitámanni (þ. e. sökunaut sjálfum), rann-
sókn á heilsti manns og a’órar aSgerðir, sem hafa frelsis-
skeröingu í för með sér, aðrar en gæzluvarðhald og refsi-
vist, leit i húsum og hald á munum, 151. gr.
Handtaka út af fyrir sig mun sjaldan valda fjártjóni,
því að leiða skal handtekinn mann fyrir dómara án undan-
dráttar. En þó getur handtaka valdið slíku tjóni, ef
ómögulegt er að leiða mann fyrir dómara um nokkurn
tíma, sem við getur stundum borið í sveitum. Aftur á móti
getur handtaka verið framkvæmd óþarflega harkalega, t.
d. ef hún veldur meiðslum á manni, án þess að hann veiti
mótþróa, er geri harkalega meðferð nauðsynlega. Auk þess
getur handtaka verið framkvæmd á óhæfilegum stað og
tíma, maður er t. d. handtekinn í kirkju við messugerð, rif-
inn upp úr hvílu sinni um nótt að þarflausu o. s. frv. Getur
slíkt atferli varðað miskabótum.
Leit á manni mundi sjaldan valda honum beinu fjár-
tjóni, en þjáningu getur hún valdið, einkum ef hún væri
framkvæmd í návist óþarflega margra, og miskabætur
mundi því verða að dæma.
Rannsókn á manni án frelsissvi'ptingar tekur vitanlega
oft einungis skamman tíma, t. d. blóðtaka. Ef slík rannsókn
er framkvæmd með réttum hætti, þá mundi hún sjaldan
leiða af sér skaðabótaskyldu. Miskabætur gætu þó ef til
vill komið til greina. En rannsókn á heilsu manna tekur
hinsvegar stundum langan tíma, t. d. oft vist á geðveikra-
hæli. Þá getur hún leitt til bóta fyrir atvinnutap og miska.
Sama er um aórar frelsiskerðingar, s<em verður þó ekki
jafnað til gæzluvaröhalds, t. d. ef manni er bannað að fara
út af tilteknu heimili, boðið að halda sig í ákveðnum kaup-
stað, en atvinna hans er annars staðar, o. s. frv.