Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 47
MeSferS opinberra mála
121
málsgr. 100. gr., gilda svipaðar reglur og þær, sem 3. máls-
gr. 134. gr. laga nr. 85/1936 hefur að geyma. Sá, sem
lýsir sig trúa á guð og heit samkvæmt því samræmist
trúarsannfæring hans, vitnar til guðs í heiti sínu. Nú eru
þeir til, sem að vísu trúa á guð, en heitvísun til hans er
þeim andstæð, af því að þeir telja hana ekki hæfa, og
geta þessir menn þá unnið drengskaparheit. Það er nýmæli,
að dómara sé rétt að láta menn, sem öðrum hætti hafa
vanizt í dvalarlandi sínu, vinna hér heit samkvæmt, t. d.
með því að leggja hönd á helga bók.
Þegar heit er unnið áður en prófun á vitni hefst, þá er
heitið hátíðlegt loforS um að bera eftir beztu vitund og
draga ekkert undan, en þegar heit er unnið eftir á, þá
er það yfirlýsing um, að maður hafi borið vitni eftir beztu
samvizku og ekkert undan dregið.
I 101. gr. er heitfesting þessara manna bönnuð með
öllu:
1. Barna undir 15 ára aldri, eins og í einkamálum. Barn
niá þó prófa, ef dómur telur, að það hafi náð þeim þroska,
að það beri svo mikið skyn á sakaratvik, að vitnisburður
þess skipti máli, 97. gr. Það fer vitanlega alveg eftir því,
hvert það sakaratriði er, sem upplýsa skal með skýrslu
barns. Um sum atvik eru skynug börn furðu glögg og
eftirtektarsöm, en á önnur bera þau ef til vill lítið eða ekkert
skynbragð. Barn kann t. d. að hafa tekið furðu vel eftir
einkenni á manni, og jafnvel betur en sumir fullorðnir.
2. Þeirra, sem svo er vitsmuna vant eða svo geðbilaðir,
<ið þeir bera ekki skyn á eða eru ófærir til að meta helgi
eða þýðingu heitfestingar. Dómari metur það líka hverju
sinni, hvort prófun þessara manna muni hafa nokkra þýð-
ingu. Það fer sjálfsagt með svipuðum hætti sem um börn.
Þessir menn kunna svo að geta borið um sum sakaratvik,
að mark sé á takandi, en um sum ef til vill ekkert. Þeir
menn, sem hér greinir, eru fábjánar og aðrir, sem skortir
að verulegu leyti andlegan þroska, og geðveikir menn, sem
geta verið haldnir þeirri brjálsemi, að þeir verði ekki einu
smni prófaðir, en aðrir hafa nokkurn veginn full skilyrði