Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 11
MeSferS opinberra mála
85
því, að mikilvægar staðreyndir dyljist með öllu, t. d. vegna
undanskots gagna o. s. frv. Stundum er rétt að banna
almenningi návist í þingsal, með því að almenn vitneskja
um sakaratriði hlyti að valda sökunaut eða nánustu vanda-
mönnum hans óþarflega miklum andlegum sársauka, t. d.
rannsókn um sifja og frændsemispell, háttalag manna
innan sömu fjölskyldu o. s. frv. Svo mega velsæmisástæð-
ur valda því, að alls ekki sé viðeigandi að veita almenn-
ingi aðgang að rannsókn fyrir dómi, svo sem venjulega
mundi vera í rannsókn vegna kynferðisbrota eða fóstur-
eyðingar. Svo má vera, að almenningshagsmunir eða ríkis
leyfi alls ekki, að rannsókn sé opinber, enda mætti ekki
svo vera, nema sá leyfði, sem með ætti, sbr. 93. og 94. gr.
Svo má vera, að þriðja manni kunni annars að vera gert
óþarft óhagræði með rannsókn í heyranda hljóði t. d. um
atvinnuhætti hans, viðskiptasambönd eða einkahagi, sbr.
95. gr. Dómari telur ef til vill ekki fært að sleppa rann-
sókn um þessi efni samkvæmt 95. gr., en hann ætti að láta
hana fara fram í kyrrþey og fyrir luktum dyrum. Líka
getur dómari beint skriflegum spurningum til aðilja, eins
og heimilað er í 7. mgr. 133. gr. eml., og farið að öðru
leyti svo sem þar greinir, sbr. 5. málsgr. 102. gr. Loks
er rannsókn í heyranda hljóði undantekningarlaust bönn-
uð, ef sökunautur er undir 18 ára aldri. Annars má það
einatt verða álitamál, hvort leyfa skuli almenningi að
hlusta á rannsókn opinbers máls, sem dómari verður
hverju sinni að leysa.
Má við því búast, að dómarar verði fremur varfærnir
um rannsókn í heyranda hljóði. Sjaldan mun rannsókn
máls bíða hnekki af því, að dómari hefur ákveðið rann-
sókn innan lukti'a dyra, en vel má svo verða, ef almenn-
ingi er veittur kostur að heyra og sjá það, sem fram fer.
Vitanlega þarf bann dómara við návist almennings ekki
að taka til rannsóknar allra rannsóknaratriða hverrar
sakar. Nóg kann að vera, að bannið sé látið taka til ein-
ungis eins eða fleiri tiltekinna atriða, t. d. einungis yfir-
heyrslu vitnisins A, o. s. frv.