Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 58
132
Tímarit lögfrœðinga
sé allt af trúnaðarmál. Það verður að varða eitthvert vi'ö-
kvæmt efni, sem ætla má, að aðilja sé sárt um. Það getur
t. d. ekki verið neitt trúnaðarmál, ef prestur ræður föður
barns að láta það fremur læra barnalærdómsbók sira Ja-
kobs Jónssonar en Helga lektors Hálfdánarsonar eða læknir
bindur um meiðsl á manni eða afhending rakvatns í lyf ja-
búð. En það getur t. d. verið viðkvæmt mál, ef hjón skýra
presti, sem talar milli þeirra, um einkamál sín, ef sjúkl-
ingur leitar læknis vegna kynferðissjúkdóms. Mörkin eru
vitanlega ekki glögg, og sennilega rétt að fara varlega, er
meta skal heimild aðilja til vitnisburðar um þessi efni.
Ef brot það, sem sökunautur er sakaður um, varðar
minnst tveggja ára refsivist, þá er presti o. s. frv. bæði
rétt og skylt að bera vitni um trúnaðarmál samkvæmt 2.
tölul. 94. gr. Ef maður hefur t. d. trúað presti sínum fyrir
því, að hann hafi lcveikt í með þeim hætti, sem í 2. málsgr.
164. gr. hegnl. segir, þá er presti skylt og rétt að bera vitni
um það. Samt sem áður tekur heimildarbresturinn til lang-
flestra opinberra mála, því að þau brot eru svo fá til-
tölulega, þar sem tveggja ára refsivist er lágmarksrefsing
samkvæmt viðeigandi refsimæli, sbr. 86. gr., 1. málsgr. 98.,
99., 130. 2. málsgr., 148. 2. málsgr., 164. 2. málsgr., 166.
og 211. gr. hegningarlaganna. Auk þess skal um nokkur
brot tvöfalda refsingu, sbr. 101. gr. hegnl., eða auka refs-
ingu allt að helmingi, sbr. 135. og 138. gr. hegnl. og má þá
lágmarksrefsing ef til vill varða tveggja ára refsivist.
Samkv. 2. málsgr. 94. gr. getur dómari ákveðið með úr-
skurði, að vitni skuli bera, ef vitnisburður telst nauðsyn-
legur til varnar sökunaut. Dæmi: A er t. d. sakaður um inn-
brotsþjófnað á staðnum X tiltekið kvöld frá kl. 22—24, en
hann hefur trúað verjanda sínum fyrir því, að einmitt allan
þenna tíma hafi hann dvalizt í einrúmi með konu tiltekins
manns, en þetta vildi hann ekki láta koma fram vegna kon-
unnar. Dómari mundi þá geta yfirheyrt verjanda um sögn
sökunautar um þetta, án þess að nafn konunnar þyrfti að
koma fram, og sökunaut sjálfan með sama hætti. Einnig
getur dómari sjálfsagt prófað konuna, án þess að hún væri