Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Side 58
132 Tímarit lögfrœðinga sé allt af trúnaðarmál. Það verður að varða eitthvert vi'ö- kvæmt efni, sem ætla má, að aðilja sé sárt um. Það getur t. d. ekki verið neitt trúnaðarmál, ef prestur ræður föður barns að láta það fremur læra barnalærdómsbók sira Ja- kobs Jónssonar en Helga lektors Hálfdánarsonar eða læknir bindur um meiðsl á manni eða afhending rakvatns í lyf ja- búð. En það getur t. d. verið viðkvæmt mál, ef hjón skýra presti, sem talar milli þeirra, um einkamál sín, ef sjúkl- ingur leitar læknis vegna kynferðissjúkdóms. Mörkin eru vitanlega ekki glögg, og sennilega rétt að fara varlega, er meta skal heimild aðilja til vitnisburðar um þessi efni. Ef brot það, sem sökunautur er sakaður um, varðar minnst tveggja ára refsivist, þá er presti o. s. frv. bæði rétt og skylt að bera vitni um trúnaðarmál samkvæmt 2. tölul. 94. gr. Ef maður hefur t. d. trúað presti sínum fyrir því, að hann hafi lcveikt í með þeim hætti, sem í 2. málsgr. 164. gr. hegnl. segir, þá er presti skylt og rétt að bera vitni um það. Samt sem áður tekur heimildarbresturinn til lang- flestra opinberra mála, því að þau brot eru svo fá til- tölulega, þar sem tveggja ára refsivist er lágmarksrefsing samkvæmt viðeigandi refsimæli, sbr. 86. gr., 1. málsgr. 98., 99., 130. 2. málsgr., 148. 2. málsgr., 164. 2. málsgr., 166. og 211. gr. hegningarlaganna. Auk þess skal um nokkur brot tvöfalda refsingu, sbr. 101. gr. hegnl., eða auka refs- ingu allt að helmingi, sbr. 135. og 138. gr. hegnl. og má þá lágmarksrefsing ef til vill varða tveggja ára refsivist. Samkv. 2. málsgr. 94. gr. getur dómari ákveðið með úr- skurði, að vitni skuli bera, ef vitnisburður telst nauðsyn- legur til varnar sökunaut. Dæmi: A er t. d. sakaður um inn- brotsþjófnað á staðnum X tiltekið kvöld frá kl. 22—24, en hann hefur trúað verjanda sínum fyrir því, að einmitt allan þenna tíma hafi hann dvalizt í einrúmi með konu tiltekins manns, en þetta vildi hann ekki láta koma fram vegna kon- unnar. Dómari mundi þá geta yfirheyrt verjanda um sögn sökunautar um þetta, án þess að nafn konunnar þyrfti að koma fram, og sökunaut sjálfan með sama hætti. Einnig getur dómari sjálfsagt prófað konuna, án þess að hún væri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.