Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 40
114
Tímarit lögfræSinga
sökunaut, þó að hann sé í gæzlu, nema dómari telji hættu
á torveldun rannsóknar fyrir það. Synjun dómara um
einslegt viðtal réttargæzlumanns og sökunautar virðist
mega kæra samkvæmt 10. tölul. 172. gr. Vitanlega má
réttargæzlumaður ekki misbrúka vitneskju, sem hann
fær í trúnaði hjá sökunaut, honum í óhag, enda hvílir
þagnarskylda á honum um allt það, sem sökunautur hefur
sagt honum í trúnaði um afstöðu sína til brots, og um
önnur atriði, sem hann hefur komizt að í starfa sínum
og ekki eru alkunnug, enda er honum óheimilt að svara
spurningum dómara þar um, 1. tölul. 94. gr. Ef söku-
nautur er í gæzluvarðhaldi, þá er réttargæzlumanni skylt
bæði að hafa gæzlu á því, að varðhald standi ekki óþarf-
lega lengi, og að aðbúð skjólstæðings hans sé ekki lakari
en lög mæla, þar á meðal að sökunautur sé ekki beittur
neinum ólöglegum harðræðum í varðhaldinu. Við prófun
máls er réttargæzlumanni jafnan rétt að vera. Þar á hann
að gæta þess, að ekki séu lagðar óleyfilegar spurningar
fyrir sökunaut, t. d. tvíræðar, honum sé haldið óleyfilega
lengi í prófun eða dómari beiti hann hörku, óhæfilegu orð-
bragði eða opstopa.
Þó að svo sé mælt í 1. málsgr. 86. gr., að réttargæzlumanni
sé rétt að vera við prófun ,,sökunauts“ og þó að ekki segi
um vist hans við vitnaleiðslu fyrir málshöfðun eða staðfest-
ing matsgerða, þar sem sökunautur er sjálfur viðstaddur,
þá er sjálfsagt, að honum er bæði rétt og skylt að gæta hags-
muna sökunautar við vitnaleiöslu og matsgerðir. Söku-
naut, sem situr í gæzluvarðhaldi, sbr. 1. málsgr. 1 .tölul.
80. gr., og aðiljum þeim, sem í 2. tölul. 2. málsgr. 80'. gr.
getur, er jöfn nauðsyn réttargæzlumanns við vitnaleiðslu
og við prófun sjálfra sín. Þar ber réttargæzlumanni að
gæta þess í hvívetna, að vitnaleiðslan og matsgerðir fari
svo fram, að hvergi sé hallað rétti sökunautar. Réttar-
gæzlumanni er því rétt og skylt að varna því, að t. d.
óleyfilegar spurningar eða þarflausar verði lagðar fyrir
vitni, sbr. 1. málsgr. 102. gr., og einnig vekja athygli á
atriðum, sem vanspurt kann að vera um og verða mætti