Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 46
120
Timarit lögfræðinga
þýðingarlausar spurningar skal og eigi leggja fyrir vitni.
En um þetta má verða vafi. Spurning getur verið þýð-
ingarlaus í augum vitnis eða réttargæzlumanns, en dóm-
ari getur ef til vill vitað betur, því að svar við slíkri
spurningu getur vel orðið til þess að sannreyna mótsagnir
milli svarsins og þess, sem vitnið kann að hafa sagt áður,
og svarið má því verða prófsteinn á sannsögli vitnis eða
skynjanagáfu.
Það er nýmæli, er í 5. málsgr. 102. gr. segir, að dómari
geti lagt spurningu skriflega fyrir vitni, þegar dómþing
er háð fyrir opnum dyrum og spurning er svo löguð, að
svar við henni varðar einkahagi vitnis eða annarra, og
að vitni geti svarað skriflega og megi sannfæra sig um
rétta bókun svarsins, án þess að bókun sé lesin upp. Dóm-
ari verður venjulega að taka þessa aðferð upp hjá sjálfum
sér, þegar efni standa til, því að munnleg spurning má
verða til getgátna og þvaðurs meðal almennings, þó að
hann þekki ekki svarið við henni. En ekkert getur mælt
því í gegn, að dómari leyfi vitni að svara slíkri spurningu
skriflega, þótt hann hafi borið hana upp munnlega. Sam-
svarandi fyrii’mæli er í 7. málsgr. 133. gr. einkamálalag-
anna. Vitni mundi geta kært ákvörðun dómara um það, að
það skyldi svara spurningu munnlega, er svara skyldi skrif-
lega að hyggju vitnis, samkvæmt 6. tölul. 172. gr.
Vitnaskyldan felur ekki í sér skyldu vitnis til rann-
sóknar á nokkru atriði né til þess að leggja fram sakar-
gögn, sem kunna að vera í vörzlum þess eða gera útdrátt úr
þeim, ef því er að skipta. Slíka skyldu getur dómari þó
lagt á herðar vitni með úrskurði samkvæmt 3. málsgr.
98. gr. Þetta nýmæli er samhljóða 3. málsgr. 124. gr. laga
nr. 85/1936.
Vitnaleiðslur fara auðvitað venjulega fram í rannsókn
máls, áður en málshöfðun er ráðin. En síðar kann vitna-
leiðsla að verða, ef þörf sýnist að rannsaka eitthvað ræki-
legar, svo og samprófun vitna, ef mál er bæði sótt og varið í
héraði, sbr. 4. málsgr. 102. gr. og 124. og 134. gr.
2. Um heit það, sem vitni á að vinna samkvæmt 2.