Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 31
MeSferS opinberra mála
105
IX. Um handtöku.
1 lögum er nú fátt um fyrirmæli um handtöku grunaðra
manna. 65. gr. stjskr. má heita eina lagaákvæðið almenns
eðlis. Um skilyrði til handtöku og um framkvæmd hennar
eru fá fyrirmæli í eldri lögum. Um þetta efni eru mörg
nýmæli í VIII. kafla laganna. Handtöku framkvæma lög-
reglumenn venjulega, og hún er ekki dómsathöfn. Dómari
getur gefið lögreglumanni skipun um handtöku manns,
hve nær sem nauðsynlegt eða heppilegt virðist vegna rann-
sóknar máls og ef maður sinnir ekki kvaðningu hans fyrir
dóm. Þetta síðasta atriði gildir einnig um mann, sem ekki
kemur forfallalaust samkvæmt kvaðningu dómara, þó að
maðurinn sé ekki sakaður, heldur sé hann aðeins krafinn
vættis, 59. mr. 1. málsgr. Handtökuskipun getur dómari
birt opinberlega, 1) ef sökunautur víkur úr gæzlu eða
i'efsivist eða rýfur bann dómara um vist í ákveðnu tak-
marki, og 2) ef maður er sakaður um brot, er getur varðað
20000 kr. (sbr. bls. 93—94) sekt eða 6 mánaða refsivist og
dvalarstaður hans er ókunnur.
Lögreglunni er allt af skylt að taka mann fastan eftir
skipun dómara. Þá liggur dómsúrskurður fyrir og lög-
veglumaður ber þá einungis ábyrgð á framkvæmd hand-
tökunnar. Annars ber hann bæði ábyrgð á ákvörðun um
handtöku og framkvæmd hennar.
Hér á landi mundi það vera mjög óheppilegt, ef lög-
veglumaður mætti aldrei handtaka mann, nema eftir dóms-
úrskurði. Veldur því strjálbýli og samgönguhættir. Þess
vegna er lögreglumönnum oft heimilað að taka menn fasta
í 61. gr. laganna. En þótt orðalag greinarinnar feli í sér
aðeins heimild, þá má vafalaust ekki ályltta þar af, að
þeim sé það aldrei skylt, nema eftir skipun dómara. Hætta
má vera á stroki grunaðs manns, undanskoti sakargagna,
ahrifa hans á aðra samseka eða vitni, og ennfremur má
grunaður maður sýna þrjózku um ýmislegt, hafa vikið úr
g’æzlu o. s. frv. Svo kann lögreglumaður að standa mann að
verki, o. s. frv. Lögreglumanni er þá vafalaust oft bein-