Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Side 31
MeSferS opinberra mála 105 IX. Um handtöku. 1 lögum er nú fátt um fyrirmæli um handtöku grunaðra manna. 65. gr. stjskr. má heita eina lagaákvæðið almenns eðlis. Um skilyrði til handtöku og um framkvæmd hennar eru fá fyrirmæli í eldri lögum. Um þetta efni eru mörg nýmæli í VIII. kafla laganna. Handtöku framkvæma lög- reglumenn venjulega, og hún er ekki dómsathöfn. Dómari getur gefið lögreglumanni skipun um handtöku manns, hve nær sem nauðsynlegt eða heppilegt virðist vegna rann- sóknar máls og ef maður sinnir ekki kvaðningu hans fyrir dóm. Þetta síðasta atriði gildir einnig um mann, sem ekki kemur forfallalaust samkvæmt kvaðningu dómara, þó að maðurinn sé ekki sakaður, heldur sé hann aðeins krafinn vættis, 59. mr. 1. málsgr. Handtökuskipun getur dómari birt opinberlega, 1) ef sökunautur víkur úr gæzlu eða i'efsivist eða rýfur bann dómara um vist í ákveðnu tak- marki, og 2) ef maður er sakaður um brot, er getur varðað 20000 kr. (sbr. bls. 93—94) sekt eða 6 mánaða refsivist og dvalarstaður hans er ókunnur. Lögreglunni er allt af skylt að taka mann fastan eftir skipun dómara. Þá liggur dómsúrskurður fyrir og lög- veglumaður ber þá einungis ábyrgð á framkvæmd hand- tökunnar. Annars ber hann bæði ábyrgð á ákvörðun um handtöku og framkvæmd hennar. Hér á landi mundi það vera mjög óheppilegt, ef lög- veglumaður mætti aldrei handtaka mann, nema eftir dóms- úrskurði. Veldur því strjálbýli og samgönguhættir. Þess vegna er lögreglumönnum oft heimilað að taka menn fasta í 61. gr. laganna. En þótt orðalag greinarinnar feli í sér aðeins heimild, þá má vafalaust ekki ályltta þar af, að þeim sé það aldrei skylt, nema eftir skipun dómara. Hætta má vera á stroki grunaðs manns, undanskoti sakargagna, ahrifa hans á aðra samseka eða vitni, og ennfremur má grunaður maður sýna þrjózku um ýmislegt, hafa vikið úr g’æzlu o. s. frv. Svo kann lögreglumaður að standa mann að verki, o. s. frv. Lögreglumanni er þá vafalaust oft bein-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.