Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 35
MeBferð opinberra mála
109
ist því eiga að greiða af tryggingarfé að fullu, ef með þarf,
áður en nokkuð af því rennur í ríkissjóð. Að þessu leyti
gengur 3. málsgr. 71. gr. víst lengra en samsvarandi ákvæði
14. gr. tilsk. 14. jan. 1838. Annars fellur tryggingarfé
til ríkissjóðs. Ágreining um tryggingarfé eða ábyrgðarfé
úrskurðar dómari, en kæra má úrskurð hans til hæsta-
réttar, 3. málsgr. 172. gr.
XI. Rannsókn máls fyrir dómi.
1 X. kafla eru aðalreglur um starf dómara í rannsókn
máls fyrir dómi. I sambandi við það efni standa ákvæði
XI. kafla, 80.gr. 2. málsgr. 1. tölul., sem áður er talað
Urn í sambandi við gæzluvarðhald, og 3. málsgr 1. og 2.
tölul., 81. gr. um leiðbeiningar dómara varðandi skipun
i'éttargæzlumanns í rannsókn máls, og um skyldu og rétt
slíks manns í 84. og 86. gr. I rannsókn máls fara vitna-
leiðslur jafnan fram og skoðunar og matsgerðir, sem í
XII. kafla getur, og má því einnig geta þeirra hér. Um
i'annsókn máls eftir málshöfðun, sem stundum verður að
hafa, verður getið í sambandi við málsmeðferðina sjálfa.
A. Flestar þær reglur, sem í X. kafla greinir, eru í sam-
1-semi við gildandi venjur, svo sem það, að dómari geti
af sjálfsdáðum hafið rannsókn, þótt enginn hafi kært,
sú mikilvæga regla, að hann skuli sjálfstætt rannsaka öll
5>akaratriði, enda þótt lögreglumenn hafi tekið skýrslu
af sökunaut, og loks það fyrirmæli, að dómari skuli prófa
það, hvort játning sökunautar sé sannleikanum samkvæm,
^3. gr. 1. málsgr.
Nokkurra atriða er þó ástæða til að geta, sem nýmæli
má telja.
1- Dómsmálaráðherra, sakflytjendur eða sökunautur
samkvæmt 73. gr. 2. málsgr. geta jafnan æskt rannsókn-
ar á tilteknum atriðum, og dómari metur þá, hvort ástæða
sé til að verða við slíkri ósk, og felst að vísu ekki nýmæli
í þessu ákvæði. Hins vegar má kalla það nýmæli í lögum,
að dómari geti með úrskuröi synjað kröfu dómsmálaráö-
herra um rannsókn, sakir þess, að lögmælt skilyrði til
8