Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 7
Meöferti opinberra mála
81
vel flesta lagamenn á landi hér. Er vitanlega ógerningur
að rekja hér öll ákvæði laganna, heldur verður látið nægja
að rekja aðalbreytingarnar, sem verða á meðferð opinberra
mála eftir að farið verður að beita þeim.
II. Dómaskipun.
Skipun dómstóla verður yfirleitt in sama sem nú er.
Kostnaðar vegna og staðhátta hefur ekki þótt gerlegt að
skilja framkvæmdarvald og dómsvald að, svo sem gert er
í inum stærri og mannfleiri ríkjum. Sýslumenn og bæjar-
fógetar halda því, jafnhliða inum mörgu umboðsstörfum,
áfram störfum þeim í opinberum málum, sem þeir hafa
hingað til haft með höndum. Nokkrar breytingar eru þó
gerðar á dómaskipun:
1. I kaupstöðum, þar sem sérstakur lögreglustjóri er
skipaður, innir hann af höndum sömu störf í opinberum
málum sem bæjarfógetar gera almennt, 2. mgr. 4. gr.
2. Dómsmálaráðherra er veitt heimild til þess að ákveða,
að rannsókn og meðferð opinbers máls fari fram í Reykja-
vík eða annars staðar á landinu, þar sem bezt þykir við
eiga, ef mál er vandasamt eða umfangsmikið, enda þótt
það skyldi annars sæta rannsókn og meðferð dómara í
öðru lögsagnarumdæmi, 1. mgr. 5. gr. Slík ráðstöfun gæti
stundum sparað kostnað, með því að annars mætti skipun
dómanda samkvæmt 2. málsgr. 5. gr. vera nauðsynleg eða
ákjósanleg. Með heimild í 1. mgr. 5. gr. víkur ráðherra
frá varnarþingsákvæðum IV. kafla laganna.
3. I 2. mgr. 30. gr. 1. nr. 85/1936 (eml.) er dómsmála-
ráðherra veitt heimild til skipunar sérstaks dómanda, eins
eða fleiri, til meðferðar einstakra vandasamra mála eða
málaflokka. Áður þurfti konungsbréf (commissorium) til
slíkrar ráðstöfunar og síðar forsetabréf. I 2. mgr. 5. gr.
er ráðherra veitt samskonar heimild til skipunar sérstakra
dómenda, er halda mega dómþing hvar á landinu sem
vera skal.
4. Eins og kunnugt er, tekur dómari með sér samkvæmt
200. gr. eml. tvo kunnáttumenn til dómstarfa í sjó- og