Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 73
Meðferö opinberra mála
147
Þegar frá eru tekin sum ákvæðin um skipun verjanda,
um dómtöku að nokkru leyti, um athugasemdir og kröfur
yerjanda í 124. gr. og um heimildina til munnlegs flutn-
mgs varnar, þá eru ákvæði laganna um málsmeðferð þessa
í aðalatriðum staðfesting á þeim reglum, sem hingað til
hefur verið farið eftir. Dómari hefur, sem fyrr, veg og
vanda af málsmeðferð, og ræður henni því um aðalatriði
öll, enda er hann óbundinn af yfirlýsingum og kröfum,
aema þær sem borgararéttar eðlis eru, 138. gr. Honum
ber að leiðbeina aðiljum, eftir því sem þörf gerist, og
kemur leiðbeiningarskylda hans vitanlega einkum til
g'i'eina, ef ólöglærður maður heldur uppi vörnum fyrir sig
sjálfur. Mundi dómari þá væntanlega ekki ákveða munn-
legan flutning varnar, nema aðili óskaði þess sjálfur. Vit-
anlega ber dómara að hraða málsmeðferð eftir föngum,
enda gæti hann þess, að mál verði nægilega rannsakað,
sbr. 138. gr.
III. 1. samkvæmt 130.—137. gr. er lögmælt alveg ný
meðferð inna veigamestu opinberra mála í héraði, mjög
svo að erlendum fyrirmyndum. Aðalmunur þessarar máls-
toeðferðar og innar venjulegu meðferðar, sem lýst var í
II-, er fólgin í þessu:
1- Sækjanda og verjanda skal alltaf skipa í málum þess-
um.
2. Sækjandi og verjandi spyrja, með stjórn dómara, á-
kærða og vitni fyrir dómi, ef þörf gerist.
3. Sókn og vörn er síðan flutt fyrir dómi og venjulega
munnlega fyrir opnum dyrum.
2. Þessari meðferð sæta eingöngu mál vegna brota, sem
byngstu refsingar eru við lagðar. Málunum er skipt í tvo
aðalflokka samkvæmt 130. gr. Málin eru þessi:
a. Mál, þar sem refsing fyrir brot „getur varðað yfir
8 ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum nr. 19/1940.“
klál, þar sem hámark refsingar nemur yfir 8 ára fang-
elsi, og þau ein, sæta meðferð samkvæmt 130. gr. 1. tölul.
Ef hámark nær ekki þessu marki, þá sæta málin ef til
vill sömu meðferð samkvæmt 2. tölul. 130. gr. En sá er