Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 21
MeðferÖ opinberra mála
95
Athygli skal vekja á 22. gi\, sem hefur það nýmæli, að
leita skuli umsagnar ráðherra, ef saksækja á starfsmann,
sem honum lýtur, fyrir brot í opinberu starfi.
Það er og nýmæli, að vísa skuli máli frá dómi, en ekki
sýkna, eins og venja hefur verið, ef opinbert mál er höfð-
að að kröfu einstaks manns, en dómur telur hann ekki
réttan aðilja, 21. gr. Sama niðurstaða ætti þá að verða,
ef einstaklingur á sök, en ákæruvaldið hefur höfðað mál.
V. Varnarþing.
1 IV. kafla laganna segir um það, hvar rannsókn og
síðan meðferð opinbers máls skuli fara fram. Eru fyrir-
Wæli laganna þar um í aðalatriðum endurtekning þeirra
i'eglna, sem hingað til hefur verið farið eftir. Nýmæli eru
um varnarþing, þegar brot hefur verið framið hér á landi
utan allra lögsagnarumdæma, á íslenzku skipi eða flug-
fari utan íslenzkrar hafnar eða erlendis, en mál er höfðað
hér á landi, 27. gr. Og má vísa þangað. önnur nýmæli, sem
vert er að minnast, í þessum kafla, eru þessi:
1. Dómara opinbers máls er rétt að sækja eða láta sækja
sökunaut í annað lögsagnarumdæmi og að birta þar stefn-
ur og aðrar tilkynningar án atbeina dómara þar, 2. mgr.
25. gr. Nú mun litið svo á, að t. d. sakadómarinn í Reykja-
vík verði að fá aðstoð bæjarfógetans í Hafnarfirði, ef
þangað skal sækja brotamann til yfirheyrslu hingað eða
birta honum þar stefnu. I stað þess getur sakadómari eftir
25. gr. beinlínis látið sína menn taka manninn eða birta
honum stefnu. Er þetta auðvitað gert til þess að forðast
drátt og vafninga, enda ríður oft mjög á því í rannsókn
tttéla, að hafizt sé fljótt handa og svo, að brotamaður fái
ekki færi á undanskoti gagna eða til áhrifa á samseka eða
vitni.
2. Þegar tveir menn eða fleiri, sem heimili eiga sinn í
hvoru eða hverju lögsagnarumdæmi, reynast samsekir, þá
^ná svo fara, að mál sé höfðað á hendur einum í lögsagn-
arumdæminu X, en öðrum í lögsagnarumdæminu Y. Oft-
ast mun vera heppilegra, að mál sé rekið á hendur þeim