Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 36
110 Tímarit lögfræðinga refsingar séu ekki fyrir hendi, svo sem vegna þess að eigi sé um refsiverða háttsemi að tefla, refsikrafa sé fyrnd, ákæruvaldið eigi ekki aðild, o. s. frv., 74. gr.. Dómari mundi auðvitað því að eins synja rannsóknar, að glöggt mætti telja, að refsiskilyrði séu ekki fyrir hendi. Mætti því dæmi bæta við, að sannað væri óvéfengjanlega, að sökunautur hefði verið brjálaður, er hann vann verkið, fábjáni eða óvita barn. Hins vegar mundi rannsókn eiga að hefja, þó að vafi sé um refsiskilyrði eða niðurfall refs- ingar kynni að koma til mála. Úrskurð dómara getur dómsmálaráðherra kært til hæstaréttar samkvæmt 3. tölul. 171. gr. 2. Það er mjög mikilsvert nýmæli í 2. málsgr. 77. gr., að þeir menn, sem spurðir eru fyrir dómi í rannsókn opinbers máls, eigi rétt á að fá vitneskju um það af dóm- ara, hvort þeir eru spurðir vegna grunar á þeim um refsi- verða hegðun eða kvaddir til vitnisburðar. Dómara er þó samkvæmt orðum greinarinnar óskylt að vekja athygli að- ilja á þessu, ex officio, þegar í byrjun. Stundum er svo farið, að dómari getur ekki leyst úr þessu með vissu, með því að rannsókn er ekki komin á það stig. Meðan svo er, kann það að vera óvíst, hvort aðili verður einungis vitni eða sökunautur. En hvernig á dómari þá að fara með aðilja? Lögin skera ekki úr því. Meðan slík óvissa ríkir, verður að gera ráð fyrir því, að aðili verði að fullnægja vitnaskyldu um svör við spurningum dómara, jafnvel þótt hann kynni að leiða með því grun að sjálfum sér eða koma upp um refsivert athæfi sitt. Aðili verður þá að vera sjálf- ur á verði og varast að segja meira en honum þykir sér hollt vera, enda má yfirlýstur vafi dómara um aðstöðu manns að þessu leyti vekja hjá honum grun um aðstöðu sína. Sjálfur má hann venjulega bezt vita, hvort hann hefur tekið þátt í broti, og svörum sínum má hann haga eftir því. Ef hann játar réttilega refsiverðan verknað upp á sig, þá getur ríkisvaldið einungis metið það vei farið. En hann verður ekki sakaður um rangan framburð fyrir dómi, þó að hann beri rangt, ef hann mátti ætla, að réttar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.