Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 53
Meðferð opinberra mála 127 um sé skylt að skrá í löggilta bók ýmislegt í atvinnu sinni, t. d. kaupmanni í löggiltar verzlunarbækur. Og ekki er heldur nægilegt, þótt aðili þurfi löggildingu eða próf til tiltekins starfa, svo sem starfandi læknar, skipstjórar eða vélstjórar o. s. frv. Þegar lög mæla svo beinlínis, að til- teknir menn hafi réttindi og beri skyldur, svo sem opin- berir starfsmenn, sbr. t. d. um löggilta málflutningsmenn, lög nr. 76/1942 4. gr., þá tekur 92. gr. sennilega til þeirra. 4. Eins og áður var sagt, er vitni undanþegið vitna- skyldu, ef svör þess gætu bakað því mannorðsspjöll. Vitni á þá á hættu að bíða siðferðilegan hnekki af skýrslu sinni. En svo má vera, að vitni bíði eða kunni að bíða fjártjón af framburði sínum, t. d. ef hann skal opinbera kaup- sýsluleyndarmál sín, uppgötvun eða önnur slík verk. Vitni er ekki mælt lögbundin undanþága undan vitnaskyldu fyr- ir þessar sakir, en dómara er veitt heimild til þess að veita slíku vitni undanþágu. Á það að fara eftir mati á því, hvort hagsmunir aðilja til leyndar metast ríkari en hagsmunir ákæruvaldsins um skýrslu hans. Þetta fer sjálfsagt eftir því, hversu mikilvægt opinbera málið er, og á hversu miklu aðilja stendur að halda því leyndu, sem spyrja skal hann um. Verða sjálfsagt engar almennar reglur gefnar til leið- beiningar um þau atriði. Gæti úrskurður dómara þar um auðveldlega orðið kæruefni til hæstaréttar samkvæmt 3. tölul. 172. gr. Vitni eru almennt ekki undanþegin vitna- skyldu, þó að fullnæging hennar kunni að baka því eða venzlamönnum þess fjárhagstjón annars, og dómara er þá ekki heldur heimilt að veita því undanþágu. Manni, sem h d. hefur ábekt víxil, væri því skylt að bera vitni í máli, þar sem um fölsun nafns á víxlinum fyrir framan nafn hans væri að véla, þó að afleiðing fölsunarinnar verði sú, að hann missir mann, sem hann hefði getað krafið greiðslu víxilfjárins, ef hann yrði að greiða það, auðvitað að því tilskildu, að vitnisburður hans varði ekki sekt hans sjálfs vegna fölsunarinnar. begar skýrsla vitnis varðar fjárhag þess, þá er að sjálf- sögðu varhugavert að heitfesta vitni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.