Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 86

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 86
160 Tímarit lögfræSinga stæðulaus. En þótt bæði in sérstaklega lögmæltu skilyrði séu fyrir hendi og efni hafi staðið til aðgerðar, þá getur hún hafa verið framkvæmd á óviðeigandi hátt. Lögreglu- maður misþyrmir t. d. manni að nauðsynjalausu. Lögreglu- maður leitar sjálfur á konu, þar sem hægt hefði verið að láta aðra konu eða lækni gera það. Handtekinn sjúklingur eða vanfær kona eru látin í venjulegan fangaklefa, sbr. 1. málsgr. 64. gr. Lögreglumaður hyllist til þess að gera leit í húsi manns í viðurvist fjölda manna o. s. frv. 2. Gæzluvarðhalcl, 152. gr. Það verður hér að tákna gæzlu innan fjögurra veggja, hvort sem hún er í eiginlegu fang- elsi eða annars staðar. Gæzla á sjúkrahúsi til heilsurann- sóknar er þó víst talin í 151. gr. til þar nefndra aðgerða. En slík gæzla kemur einatt í stað varðhaldsvistar, og er oft rétt að meta hana með sama hætti sem gæzluvarðhald í þessu sambandi. Nú skal, eins og fyrr segir, marka gæzlu- varðhaldi ákveðinn tíma, og dómara ber því að láta mann lausan, þegar sá tími er liðinn, nema hann lengi varðhalds- vist með nýjum úrskurði. Þó að full ástæða hafi verið til varðhaldsvistar ákveðinn tíma, þá getur lenging hennar verið alveg ástæðulaus, og því orkað bótaskyldu. Ber að meta það hverju sinni, hvort næg ástæða sé til gæzluvarð- halds, svo sem hætta á stroki sökunautar, illvirkjum af hans hendi, áhrifum á vitni eða samseka o. s. frv. Ef ástæða þykir hafa verið til varðhaldsvistar, verður dómara engin sök gefin á úrskurði sínum þar um, enda fari tímalengd og annað lögum samkvæmt. Sameiginleg bótaskilyrði aðgerðum samkvæmt 151. gr. (1. lið að ofan) og gæzluvarðhaldi eru samkvæmt 150. gr.: a. Aö sökunautur hafi ekki með vísvitandi eða stórvægi- legu gáleysislega ólögmætu framferði valdið þeim aðgerð- um, sem hann reisir kröfu sína á. Til dæmis er nefnt strok, ósannindi og aðrar tilraunir til að torvelda rannsókn. Undanskot eða eyðilegging sakargagna eða hætta á slíku mundi því fullkomlega réttlæta gæzluvarðhald. Ið ólögmæta framferði sökunautar, sem firrir hann bótarrétti, er auð- vitað ekki það ólögmæta framferði, sem hann er borinn og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.