Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 78

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 78
152 Tímarit löyfrœðinga Um verjanda, hæfi hans, réttindi og skyldur, er áður talað. Sækjanda má að eins skipa einhvern hæstaréttar- lögmann eða héra ðsd&mslögmann, sem fengiö hefur lög- gildingu dómsmálaráöherra til sóknar opinberra mála i héraöi, 79. gr. Að þessu leyti er betur vandað til sækjanda en verjanda. Þess skal gæta, að enginn sá sé skipaður sækj- andi, sem gera mundi dómara óhæfan til dómsstarfa í því máli. Það er auðsætt, að sækjandi og verjandi verða að fá sitt eintak hvor af skjölum málsins. Þann tíma, sem líður milli tilkynningar um fyrsta þinghald og þess þinghalds, skulu sakflytjendur nota til þess að undirbúa sókn og vörn. Til þess þurfa þeir að kynna sér rækilega öll atriði máls, þar á meðal, hvað rannsaka þurfi betur, ef því er að skipta, og gera skulu þeir skrá um sakargögn, sem athuga þarf, og þau vitni — og að sjálfsögðu matsmenn —, sem þeir hugsa til að leiða. Samvinna á að vera milli sakflytjenda um þessi efni. Er hentugt, að þeir geri skrá þessa í félagi, enda fái þeir skrána dómendum í hendur svo tímanlega, að þeir megi kynna sér efni hennar, 132. gr. Ef dómendur fá enga slíka tilkynningu, þá eiga þeir að mega líta svo á, að engar athugasemdir hafi verið gerðar um þessi efni. Vitanlega getur orðið óhjákvæmilegt að lengja frest, ef sakflytjendur fara þess á leit, t. d. vegna forfalla, frestur hefur raunverulega verið settur of stutt- ur o. s. frv. Frestur fer vitanlega eftir álitum dómara, enda skiptir þar auðvitað miklu, hversu mál er umfangs- mikið. Á næsta (fyrsta) dómþingi skal mál þingfesta svo sem mælt er í 121 gr. Þegar málsskjöl hafa verið lögð fram og ákæra hefur verið lesin upp, þá skulu sakflytjendur tjá sig um atriði, sem því kynnu að varða, að dómur yrði ekki réttilega lagður á mál að efni til, 133. gr. Má um þetta vísa til athugasemda um 124. gr. (bls. 145). Dómari (formaður dóms) skal að sjálfsögðu tilkynna ákærða stað og stund þinghalds og gera nauðsynlegar ráð- stafanir til þess, að hann verði þar viðstaddur, enda má
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.