Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Blaðsíða 48
122 Tímarit lögfræSinga til þess að skynja rétt þau atvik, sem máli skipta. Um heitfestingu barna kemst ekkert mat að, en um vitgranna menn og geðveika má vel verða vafi um það, hvort þá skuli heitfesta eða ekki. Er líklegt, að dómari eigi fremur að hafna heitfestingu en leyfa, ef hann telur ástæðu til að efast um hæfileika þeirra til að meta helgi hennar og þýðingu, því að fara skal með heitfestingu sem helgan dóm, svo að almenningur missi ekki virðingu fyrir henni. 3. Sakaðra manna eða manna, sem dómari veit eða má ætla, að verði síðar sakaðir í því máli. Sakaður maður, sem ef til vill hefur áður verið kvaddur vitnisburðar í máli, má vitanlega aldrei heitfesta framburð sinn um sjálfs sín athafnir, hvort sem framburður felur í sér skýrslu honum í hag eða óhag. Eiður slíks manns um þau efni er fyrir löngu bannaður, og sama verður að gilda um heit eftir nýju lögunum. Og um athafnir annarra manna, sem við mál hans kunna að vera riðnir eða eru riðnir, verður sama að gilda. Þó að hann lýsi aðra samseka sér eða hei-mi um atvik, er horfa þeim til sýknu, er óleyfilegt að láta hann heitfesta þá sögn sína. Þá, sem dómari veit eða ætla má, að verði sakaðir, má hann ekki láta heit- festa skýrslur sínar um sakaratvik, því að svo mætti þá fara, að þeir ynnu heit um sakleysi sitt eða sekt sína. Lögin nefna ekki fleiri, sem alveg er bannað að heit- festa. En það sýnist alveg auðsætt, að margir eru þeir fleiri, sem ekki skal heitfesta. Kunna sumir að vera svo fjárhagslega eða siðferðilega riðnir við málið, þó að alls ekki varði refsingu, eða svo nánir sökunaut, að óhæfa sé að heitfesta þá. Aðrir kunna að hafa orðið svo tvísaga eða margsaga, að varhugavert sé að láta þá heitfesta fram- burð sinn. Enn eru aðrir, sem sakir hegðunar sinnar eru ólíklegir til þess að leggja þá virðingu á heit, sem vera ber. Getur dómari um þessi efni haft hliðsjón af ákvæð- um 1. og 2. tölul. 2. málsgr. 127. gr. laga nr. 85/1936. b. Vitnaskyldan er ýmsum takmörkunum bundin og miklu meir eftir nýju lögunum en áður var. Hefur þótt kenna mannúðarskorts í sumum ákvæðum inna eldri lága,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.