Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Side 4
78 Tímarit lögfræSinga fullglögg, og má segja, að hún sé staðfest og fullkomnuð með tilskipun 3. júní 1796 IX. kafla. I upphafsorðum kaflans er svo mælt, að hlutverk ákæruvaldsins sé öflun gagna til sönnunar sakar, svo að inir seku fái sinn dóm og til verndar saklausum, svo að enginn þeirra verði dæmdur til refsingar. Reglan: in dubio pro reo er sýni- lega lögð til grundvallar, enda hefur enginn vafi verið um það langan tíma, að henni bæri að fylgja. Með tilskipun 24. jan. 1838 voru mörg fyrirmæli sett til breytinga og viðbótar inum eldri ákvæðum um meðferð opinberra mála, og með tilskipun 8. sept. 1841 voru loks ákvæði sett um sönnun í opinberum málum. I aðaldráttum voru reglur um meðferð opinberra mála eftir 1838 þessar: 1. Ákæruvaldið átti aðild flestra brotamála. 2. Rannsókn þeirra hvíldi á ákæruvaldinu, og það skyldi leiða sönnur að sekt kærðra manna. 3. Sækjandi var ekki skipaður í héraði og verjandi ekki heldur, fyrr en mál var höfðað. Sökunautur var því á valdi lögreglu- og rannsóknardómara, meðan rann- sókn stóð yfir. Vörn var flutt skriflega. 4. Héraðsdómari gat höfðað mál út af flestum brotum, en gat þó látið amtmann og síðan ráðherra ákveða málshöfðun. Ekki mátti dæma sökunaut fyrir annað en það, er hann var saksóttur fyrir. 5. Sakfellisdómum var yfirleitt skylt að skjóta til lands- yfirdóms, ef dómfelldur maður krafðist þess, og dóm- um, þar sem maður var dæmdur til hæstu refsinga, var ákæruvaldinu skylt að skjóta þangað. Sækjandi var þar skipaður og verjandi. Sókn og vörn var skrif- leg. 6. Fullnusta refsidóma var yfirleitt í höndum ríkis- valdsins. Lög um meðferð opinberra mála voru öll í molum. N. L. hafa aldrei verið gefin út í löggiltum íslenzkum texta. Og svo var um fleiri lagafyrirmæli, sem þó skyldi fara eftir. Mörg laganna voru á hneykslanlega ljótu máli, þó að íslenzkt ætti að heita. tJrelt voru mörg ákvæði laga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.