Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 49
bandalagsréttar en að rrkin sjálf verði að setja nánari reglur í landsrétt, en dóm- stóllinn varpar ekki skýru ljósi á skilin þama á milli. Það liðu 15 ár til viðbótar áður en Evrópudómstóllinn kvað ótvírætt á um tilvist þeirrar meginreglu að aðildarríki gæti orðið skaðabótaskylt ef brot þess á bandalagslöggjöfinni ylli einstaklingum tjóni.19 Það mál sem hefur mesta þýðingu hvað þetta varðar er Francovich-málið20 sem fjallað verður ítarlega um hér á eftir. Til að byrja með gæti hins vegar verið gagnlegt að rifja upp nokkur eldri mál sem virðast hafa haft áhrif á hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt svo að skaðbótaábyrgð ríkis komi til álita. í máli Schöppenstekt gegn ráðinu frá 1971 tjallaði dómstóllinn um það hvort röng lagasetning af hálfu ráðsins gæti verið grundvöllur skaðabóta- ábyrgðar bandalagsins samkvæmt 2. mgr. 215. gr. Rs. (nú 2. mgr. 288. gr.). Dómstóllinn taldi að væri lagasetning á sviði efnahagsstefnu bandalagsins yrði það ekki krafið um skaðabætur nema um væri að ræða „... alvarlegt brot á grundvallarreglum um réttindi einstaklinga“.21 í máli Bayerische gegn ráðinu og framkvœmdastjórninni22 hélt dómstóllinn áfram að veíta fyrir sér þeinr skilyrðum sem uppfylla þarf svo að hægt sé að krefja bandalagið um bætur þegar bandalagslöggjöf hefur verið dæmd ógild. Dómstóllinn velti því einnig fyrir sér hvort um „... nægjanlega alvarlegt brot á grundvallarreglum um réttindi einstaklinga“23 væri að ræða þó það eitt og sér væri ekki talinn nægilegur grundvöllur skaðabótaábyrgðar. Taldi dómstóllinn að nauðsynlegt væri að taka tillit til þess hvaða meginreglur giltu í landsrétti aðildarríkjanna um rétt einstaklinga til að fara fram á skaðabætur vegna laga- setningar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt reglumar væru breytilegar milli ríkja þá væri hægt að fullyrða að ríki gæti bakað sér bóta- ábyrgð í einstaka tilvikum og við sérstakar aðstæður þegar lagasetning er afleiðing þess hvaða efnahagsstefnu ríki fylgir. Að öðrum kosti gætu mögulegar skaðabótakröfur haft áhrif á handhafa löggjafarvalds. Einstaklingar verða því, upp að sanngjömu marki, að sætta sig við að verða fyrir ákveðnu tjóni án þess að fá það bætt ef lagasetning er í takt við efnahagsstefnu bandalagsins. Þetta á við jafnvel þó að löggjöf hafi verið dæmd ógild. Á þessum grundvelli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að skaðabótaábyrgð væri ekki fyrir hendi „... nema viðkomandi stofnun hafi augljóslega og með alvarlegum hætti litið framhjá takmörkunum á svigrúmi stofnunarinnar til mats við ákvarðanatöku",- 19 Þetta kemur Amull nokkuð á óvart, sjá Arnull: (1999) The European Union and its Court of Justice, bls. 151. 20 Sameinuð mál nr. C-6 og 9/90 Francovich o.fl. gegn Italíu. 21 Mál nr. C-5/71 Sliöppenstedt gegn ráðinu, 11. málsgrein. í franska textanum segir: „une violation suffisamment caractérisée d'une régle supérieure de droit protégeant les particuliers", og í þeim sænska: „en tillráckligt tydlig övertrádelse av en ráttsregel av högra valör till skydd för enskilda". 22 Sameinuð mál nr. C-83 ect/76 Bayerísche gegn ráðinu og framkvœmdastjórninni. 23 4. málsgrein. 24 6. málsgrein. 343
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.