Búnaðarrit - 01.01.1902, Side 10
6
von á rækilegri ritgjörð um rannsóknirnar frá lektor C. 0.
Jensen i Kaupmannahöfn. Joetta kom upp í Noregi um 1890.
Björn Dala-sýslumaður rak augun í það, leitaði sér frekari
upplýsinga og kynti það hér; sami maðurinn er fyrstur
fékk hingað skilvindu fyrir c. 8 árum.
Berklaveikisrannsóknir á kúm voru gjörðar í Múlasýsl-
um síðastliðið haust, með styrk frá Búnaðarfélaginu, og verða
væntanlega gjörðar eitthvað víðar. Ættu ]>ær að fara fram
á öllum kúm landsins, skiftir kostnaðurinn tugum þúsunda,
en hér ræðir að eins um prófranusóknir í stað og stað.
Mikill vaudi og ekki minni kostnaður lagðist. Búnaðar-
félagiuu á bak, er þingið tók að 3ér Hússtjórnarskólann
hér í Reykjavík „með öllutn skyldum og réttindum, eignum
og skuldum“. Eg var ósamþykkur þeirri ályktun, en játa
mér jafnskylt þrátt fyrir það að fylgja henni dvggiloga
fram, að því er til minna kasta kemur. Úr Þingeyjasýslu
kom til þingsins erindi frá mörgum konum að veita lcvenn-
þjóðinni aðgang að nokkurri fræðslu í landbúnaði, og eg er
í íýlsta máta samdóma nefndinni, sem fjallaði um hússtjórn-
arskólamálið á búuaðarþinginu, að gott sé „að væntanlegar
húsmæður, sem að einhverju leyti stuuda búnað eða lifa á
honum, geti fengið nauðsynlega fræðslu til undirbúnings
undir stöðu sína“. Og sennilega verður maður þá um leið
að vera samþykkur nefndinni um það, að til þess sé „nauð-
synlegt að hússtjórnarskóli sé til i landinu11. Bóklega fræðslu
„til undirbúnings undir stöðu sína“ geta sveitakonur vísast
fengið bezta í Reykjavík, en verklega síður, svo að henti
sveitabúum, sizt i meðferð mjólkur, sem liér verður ofdýr til
þess að með hana verði farið að nokkru ráði. Eigi húsmæðra-
fræðsla að vera hér í Reykjavík, virðist tvent vera til: Annað-
hvort verður að reisa, fyrir fjárveitingu frá alþingi, myndar-
legt hús fyrir skólann, þar sem stúlkuruar eru til heimilis
að öllu leyti, og forstöðukona er skipuð yfir, eða þá að
stúlkurnar eigi heimili út í bæ, en þeim sé komið fyrir,
með einhverri dálítilli meðgjöf, til matreiðslunáms og annars
verklegs náms, hæfilega margar stundir á viku. Slíka staði