Búnaðarrit - 01.01.1902, Síða 32
28
Mórudalur allur er skógi vaxinn frá því fyrir innan
Kross og alveg inn í dalbotn og upp í miðjar hlíðar beggja
vegna, minstur er skógurinn heiman til í dalnum og ofan
til í hlíðunum, þar hafa skriður náð að skemma hann. Inn
undir dalbotninum er skógurinn fallegastur og vel þéttur
allur. Hæstur 5—G fet. Það mun að þakka því tvennu
að hann beitist lítið þar iunan til og hefur lítið verið höggv-
inn. Snjóþungt er innan til í dalnum. Giróðurlagið í
skóginum skiftist i tvent; á miðdalnum er grasið yfirgnæf-
audi, eu inu i dalbotninum og aftur yzt i dalnum er lyng
og fjalldrapi yfirgnæf'andi. Víða sjást þess merki að skóg-
urinn tímgast talsvert með fræi.
Aðrir dalir upp af Barðaströnd, sem nokkurt skógar-
kjarr er á, eru: Hagadalur, Iiaukabergsdalur, Miklidalur og
Holtsdalur. í Cfeitamúla er kjarrið G—8 fet á hæð.
Barðaströndin er mjög álitleg sveit, þar má víðast heita
ágætt sauðlaud og vesturhluti hennar er vel grösugur, þar
eru nokkrar góðar kúajarðir.
RauÖisandur liggur móti suðvestri frá Skor og að Látra-
bjargsfjallgarðinuro, en hreppurinn nær trá Stálfjalli og að
fjallahrygg þeiin, sem skilur Patreksfjörð og Tálknafjörð,
Ofurlítið skógarkjarr er í Skógardal, sem er inn af Rauða-
saudi og einnig inn af Patreksfirði í Vesturbotnslandi, þar
er það einna bezt í svo nefndri Grenjahlfð, mest af hrísinu
er liggjandi og ekki hærra eu í hnó. Þar er allmikið af
fjalldrapa og lyngi.
I Stálvíkinni, sem er inuau við Skor er surtabrandur,
hann er sagður ágætur til eldsneytis, en vont er að flytja
haun þaðan, af því þar er brimasamt og ekki hægt að fara
uema á sjó.
Á Rauðasandi er allmikið og grösugt undirlendi frá
Saurbæ og út að Naustabrekku en fjöllin eru mjög gróður-
lftil. — Á öðrum stað í hreppnum er allmikið graslendi,
það er í Orlygshöfn, engjarnar liggja lágt og eru flatlendar,
sjór gengur upji á þær i stórstraumsflóðum. í Örlygshöíh
eru að eins þrír bæir.