Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 37
33
mætti hafa talsvert uppistöðuengi. iPessir nýnefndu fjórir
staðir: Reykjanes, Rauðisandur, vesturhluti Barðastrandar
og Orlygshöfn munu vera hinir álitlegustu í sýslunni fyrir
kúahú; liinn síðastnefndi hefur þann kost fram yfir liina
að örstutt væri að flytja smjörið í kaupstaðinn.
Þegar iitið er á túnræktina þá verður ekki sagt að
þar sé nein sjáanleg tilbreyting frá venjunni annarstaðar
hér á landi, hvorki til hins betra né verra. A sumum hæj-
um hefur mjög mikið verið gjört túnunum til hóta bæði
með sléttum, girðingum og skurðum; sum tún hafa verið
stækkuð mikið á síðari árum. A nokkurum bæjum, þar sem
mest hefur verið sléttað, hefur það verið gjört með plógi,
annars er spaðinn venjulegasta verkfærið.
Til þess að fá nokkurn vegin ljóst yfirlit yfir hve mikið
hefir verið sléttað í sýsluuni síðan fyrst var hyrjað á því verki,
þá tilfæri eg hér live mikið hefur verið slóttað í hverjum
hreppi frá byrjun, það er eftir mælingum og áætluuum,
sem eg gjöði um leið og eg var á ferðinni, en geta vil eg
þess um leið, að á þeim fáu hæjum, sem eg ekki kom við
á, hefi eg farið eftir frásögn kunnugra mauna.
í Reykhólahrepp . .
- Gufudalshrepp . .
- Dalahrepp . . .
- Múlahrepp . . .
- Geiradalshrepp. .
- Tálknafjarðarhrepp
- Rauðasandshrepp .
- Suðurfjarðahrepp .
- Barðastrandarhrepp
. . . 36 dagsláttur.
... 25 --
... 21 ------
... 20 -------
... 20 ------
... 16 ------
... 9 ---
... 8 -------
• ' • 5 -----
Samtals 160 dagsláttur.
Að fráteknum Eyjahreppi eru í sýslunni slóttaðar rúmlega
hálft annað hundrað dagsláttur. Mestar eru slétturuar á
Reykhólum, Kletti í Kollafirði, Kvígindisfelli i Tálknafirði,
Valshamri í Geiradal, Bæ í Króksfirði og Hriugsdal í Dala-
hreppi. A sumum bæjum alls ekkert slóttað.
3