Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 44
40
vatnið á að takast úr. Bezt er að nota til þess trékláfa
fylta grjóti og borð eða þéttrimlaðar grindur á milli þeirra.
Kostnaðurinn við framkvæmd verksins verður alls um 800
krónur.
I sambandi við þetta vatnsveitingafyrirtæki, vil eg geta
um annað, sem er því skylt. — Ýmsum mönnum hefir dottið
í bug að græða mætti upp eyrarnar meðfram Jökulsánni
innan við fljótsbotninn. Björgvin Yigfússon miutist á þetta
við mig, og sömuleiðis hreyfði Jón Jónsson læknir því í
blaðinu „Austri“ 20. maí þ. á. (18. tölubl.). Því miður gat
eg eigi athugað þetta; er eg var þar á ferð, vegna vatns-
fylli. Eyramar milli Gilsár og Hökluár voru þá allar í
kafi og sást þar eigi á dökkan díl. Víst er um það, að hér
mætti vinna mikið iand, en eflaust hlyti það að kosta ærið
fé. Nú sem stendur virðist mér liggja annað nær en að
ráðast i slíkt stórvirki, annað sem betur mundi borga sig.
Eg skal að öðru leyti láta það ósagt, hve þetta fyrirtæki
væri arðvænlegt, og eigi heldur fara út í það, hve miklar
líkur eru til þess, að þvi geti orðið framgengt. En ef um þetta
væri hugsað, þyrfti að gjöra þar nákvæma rannsókn og
það á þeim tíma, sem eyrarnar eru þurrar.
Á Skriðuklaustri býr óðalsbóudi Halldór Benidiktsson,
einhver mesti myndarbóndinn á pllu Eljótsdalshéraði og í
Eljótsdal. Iíann hefir bætt jörðina mikið, gjört stórfeldar
jarðabætur og bygt upp öll hús á henni. Hann hefir búið
þar nálægt 20 ár, en það er einkum hin síðustu ár, sem
hann hefir gjört jörðinni til góða. Túnið er girt alt í kring
með grjóti og skurðum. Hann hefir einnig sléttað mikið í
því og auldð það; komið upp uátthögum og girt þá; búið
til nýja sáðreiti o. s. frv. Bæjarhúsin eru flest alveg ný,
og þau svo vel og myndarlega gjörð að leituu er á öðrum
eins. Hið sama má og segja um peningsliúsin. Áburðar-
hús eða safnhús hefir hann nýlega bygt; það er 22 álnir á
lengd og 8 álnir á breidd. Engjarnar hafa verið Hættar
með áveitu. Síðastliðið vor hafði Halldór með höndum stórt
og mikið mannvirki. Það var neðanjarðai'vatnsleiðsla ofan