Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 45
41
frá fjalli og niður að bæ. Vegalpngdina man eg ógjörla;
minnir þó, að hún væri um 120—130 faðmar. Það verk
lilýtur að kosta afarmikið þegar alt er talið, pípurnar og
flutniugur þeirra, gröfturinu og allur annar útbúnaður. Vatn-
ið er svo leitt í pipum um allan bæinn, inn í eldhúsið, inn
i svefnherbergin uppi á loftinu, i fjósið o. s. frv.
Öll umgengni, utan húss og inuan er þar einhver sú
bezta. er eg hefi séð, hver hlutur á sínnm stað og ákveð-
inn staður fyrir hveru lilnt. Heimilið er í stuttu máli sagt
söun fyrirmynd í allri umgengni, reglu og þrifnaði.
Frá Skriðuklaustri íór eg að Geitagerði; þar býr alþm.
Guttormur Vigfússon laglegu búi með sinn stóra og mann-
vænlega barnahóp. JÞá heimsótti eg nágranna haus og
bróður Sölva Vigfússon á Arnheiðarstöðum. Það er falleg
jörð; túnið stórt og mikið af því slétt. Sölvi er einn af
stærstu og beztu bæudum þar eystra og hreppstjóri JTljóts-
dælinga. Fyrir utan Arnheiðarstaði taka við Felliu. Þar
vil eg geta þriggja bænda.
A Skeggjastöðum býr gamall bóndi, Jón Ólafsson að
nafui, að sögn efnaðasti bóndinn í Felluin. Haun hefir búið
þar sómabúi í mörg ár og bætt jörð sína eigi all-lítið. I
Asi býr Brynjólfur Bergsson, ungur dugnaðarbóndi. Hann
er einn af fremstu jarðarbótamönnum í þeim hreppi. Þá
skal getið Runólfs Bjarnasonar á Hafrafelli. Hann er á-
hugasamur og gjörir all-miklar jarðabætur. Síðastliðið ár
námu jarðarbætur hans 100 dagsv. Meðal annara jarða-
bóta hefir hann gjört skurð, 600 faðma á lengd. Það or
aðfærsluskurður til þess að leiða vatn inn á túnið til áveitu.
Skurðurinn er gjörður meðfram fjallshlíð og hefir víða orðið
að hlaða upp neðri skurðbakkann. Verkið er stórt og hefir
kostað mikið í byrjun, auk árlegs viðhalds. Runólfúr er
formaður búnaðarfélags Fellnahrepps. 1 þeim hreppi hefir
verið unnið, hin síðari árin, töluvert að jarðarbótum, mest-
ar hjá þeim Brynjólfi á Asi, Runólfi á Hafrafelli og Þórarni
Sölvasyni á Ormarsstöðum.